Forsaga:
Útvegur Eyjamanna hefir verið með ýmsu móti, bæði um skip og veiðarfæri. Róðrarskip, gerð út með handfærum, tíðkuðust um langan aldur, allt fram undir aldamótinn 1900 en þá hljóp  mikill vöxtur á sjávarútveginn með vélbátavæðinguni bæði hérlendis og erlendis. Hann óx hratt árlega, og alltaf þrengdist á miðunum af skipum og veiðarfærum og eftir því óx yfirgangurinn hjá erlendum fiskiskipum allt fram að fyrri heimsstyrjöldinni. En þá varður skjót breyting á miðunum. Erlendu skipin hröðuðu sér heim, og síðustu stríðsárin var orðið sjaldgæft að sjá erlendu fiskiskip á miðunum, en það fækkaði líka þeim skipum sem helst var leitað til þegar báta vatnaði hjálp, sú hjálpin var horfin. Slysin, sem fylgdu vélbátavæðingunni, vöktu menn til alvarlegra umhugsunar um björgunarstarfsemi. Manntjónið, eignatjónið og atvinnutjónið sem báta missir fylgdu var svo ægilegt, að ekki varð komist hjá, en reyna að ráða á því einhverja lausn á þessu máli. Mönnum blöskraði stundum sú aðferð, sem oft varð að nota í neyðinni en þá voru sjó hraktir menn, sem nýsloppnir voru úr sjávar háskanum í land beðnir að fara aftur í illviðri og máttmyrkur til að leita að bátum sem ekki höfðu skilað sér í landi. Á þingmálafundi, sem haldinn var hér árið 1914, voru tveir frambjóðendur til alþingis úr Vestmannaeyjum  en það voru þeir Karl sýslumaður Einarsson og Hjalti Jónsson skipstjóri. Talaði Hjalti um það meðal annars um hvað það væri nauðsynlegt fyrir Vestmannaeyinga að fá björgunarskip sem einnig væri eftirlitsskip fyrir landhelgina. Þetta fékk góðar undirtektir á fundinum, því að allir fundu þörfina á að hjálpa nauðstöddum bátum og að verja fiskibúnaðinn. Var mikið rætt um þetta á fundinum, þó að ekki væri þá frekar að gert. Þann 27. júní 1914 sendi sýslunefnd Vestmannaeyja áskorun til Alþingis
 
Áskorun sýslunefndar til Alþingis: 
 
"Nefndin skorar á Alþingi til að veita fé allt að 5000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga. Í sambandi við þetta tekur nefndin fram að hún álítur að slíkt tillag muni beint borga sig fyrir landssóð í auknum sektum fyrir brot útlendinga á fiskveiðalöghjöfinni, fyrir utan allan þann beina og óbeina hag, sem Eyjarnar hafa af þessu. Nefndin lítur svo á, að þetta sé að eins til bráðabigða, því hún álítur, nú orðið, alveg nauðsynlegt að fá reglulegt eftirlitsskip, sem hafi eftirlit þetta á hendi, frá Reykjanesi til Eystra-Horns, árið um kring, með stöð hér"
 
Karl
Einarsson
Gunnar
Ólafsson
Halldór
Gunnlaugsson
Jón Einarsson Oddgeir
Guðmundsen


Þá sátur þeirr Karl Einarsson sýslumaður og þingmaður, Gunnar Ólafsson kaupmaður, Halldór Gunnlaugsson héraðslæknir, Jón Einarsson kaupmaður og Oddgeir Guðmundsen prestur í sýlsunefndinni, kom svo þingmaður kjördæmisins Karl Einarsson þessari áskorun á framfæri við þingið. Ekki varð mikil hreifing við það mál næstu árinn fyrren veturinn 1917-1918 en þá var málið tekið uppá ný opinberlega. Á þingmálafundi sem haldinn var 7. apríl 1918, og var á þeim funndi samþykkt í einu hljóði að skora á þingmaður kjördæmisins Karl Einarsson að flýta sem mest því, að landstjórnin styrki Vestmannaeyinga til að eignast björgunarskip. Þingmaðurinn bar svo það málið fram á þingi og tók vel í það og einu andmælin sem komu fram,voru að málið væri ekki nógu vel undirbúið. Málinu lauk á þingi í 11. júní 1918 og var samþykkt þingsályktun þess efnis,

 
Þingsályktun:
 
um heimild fyrir landstjórn til þess að veita fé til að kaupa björgunarbát.
Alþingi ályktar að heimila landstjórninni að veita sveitafélagi, fiskifélagsdeild eða félagi einstakra manna í Vestmannaeyjum sem ræðst í að kaupa björgunarbát allt að 40 þúsund króna styrk í þessu skyni, þó ekki fram yfir þriðjung kostnaðar. Styrkveitingin er þó því skilyrði bundin að stjórnarráðið úrskurðar ágreining sem verða kann út af björgunarlaunum til bátsins, útbúnað hans, björgunarsvæði, dvalarstað, og vinnubrögð á vertíð eða þegar ætla má, að hann þurfi tiltækir að vera til björgunar. 
 
Stofnun Björgunarfélags Vestmannaeyja:
 
Þann 4 ágúst 1918, boðaði  Karl Einarsson  fjölda eyjabúa á einkafund. Fundarefni var að ræða um stofnun björgunarfélags til að kaupa björgunarskip. Á þeim fundi var samþykkt að stofna slíkt félag og að hefja fjársöfnun. Bráðabirgðastjórn var kosin til þess að halda áfram hlutafjársöfnun og undirbúa aðrar framkvæmdir í málinu. Í Bráðabirgðastjórnina voru kosnir þeirr Karl Einarsson Sýslumaður  sem formaður, Jóhann Þ. Jósefsson Kaupmaður sem skrifari, Árni Filippusson sem gjaldkeri, Gísli Lárussin kaupfélagsstjóri sem meðstjórnandi og Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi líka sem meðstjórnandi. Skömmu síðar tók bráðabirgðastjórnin sér til aðstoðar þá Gísla J. Johnsen konsúl og Sigurð Sigurðsson lyfsala en  Gísli tók þó ekki þátt í stjórnarstörfum.
 
Karl Einarsson Árni Filippusson Jóhann Þ. Jósefsson
Sigurð Sigurðsson  Gísla J. Johnsen Þorsteinn Jónsson
             
Bráðabirgðastjórnin ákvað að senda Sigurð Sigurðsson til Reykjavíkur í því skyni að samráðast við landstjórnina og stjórn Fiskifélags Ísland um undirbúning málsins. Sigurð fór svo aftur heim til  Vestmannaeyja og gaf bráðabirgðastjórn skýrslu um för sína. Skýrslan bar það með sér að honum var hvarvetna vel tekið og boðin aðstoð. Fiskifélag Íslands hafði haft björgunarmálið til meðferðar þá um vorið og falið ráðunaut sínum Þorsteini Sveinssyni að undirbúa málið. 
 
Áður hafði Fiskifélags Ísland haft strandvarnarmálið til meðferðar og látið milliþinganefnd íhuga það. Má vera að sú hreyfing, sem þá var á málinu, hafi átt nokkurn þátt í hversu vel Alþingi tók í það þegar í byrjun. Fiskifélag Íslands lét Sigurð hafa  allar þær upplýsingar er þeirr höfðu yfir málið hið sama gerði Eimskipafélag Íslands eða framkvæmdastjóri þess Emil Nielsen.
 

Emil Nielsen framkvæmdastjóra Eimskipafélgs Íslands 

 Emil Nielsen
Framkvæmdastjóri Eimskipafélag Íslands

 

Síðar um haustið var Sigurður sendur til Kaupmannahafnar til að leita fyrir sér um skipkaup og var hann þar um þær mundir er fyrri heimsstyrjöldinni endaði. Skipaskorturinn kom þá fyrst í ljós í ægilegri mynd en nokkurn hafði  grunað og Þau fáu skip, sem voru á boðstólum svona rétt eftir stríðið voru mjög dýr og félagið hafði ekki nærri nóg fé handbært  því að allt varð að greiða út i hönd. Hélt þá sigurður aftur heim og var þá unnið kappsamlega að söfnun hlutafjár og að koma föstu skipulagi á félagið. Mannskaðarnir og bátatjónin sem höfðu verið á árunum áður hafði knúið fram almennan áhuga hjá eyjamönnum á málinu og hægt var að sjá það á því hvað menn vildu leggja fyrir það. Fyrsti maðurinn í Eyum sem lagði fram fé í björgunarskipssjóðinn var sóknarpresturinn séra Oddgeir Guðmundsson. Hann var ekki efnaður maður og varð fordæmi hans því til þess að enginn vildi draga sig í hlé en þó að allir lögðu sitt að mörkum vantar en mikið uppá að nauðsynlegt fé fengist. Tvo aðalverkefni lágu fyrir bráðabirgðastjórninni, safna nægu fé og afla sér nauðsynlegra upplýsinga til að byggja á fyrirætlana til framkvæmda. Var þá Sigurður Sigurðsson sendur til Reykjavíkur og var hann þar nokkrar vikur til að leita stuðnings manna þar.
 
Hlutabréf í björgunarfélagi vestmannaeyja
Hlutabréf í Björgunarfélagi Vestmannaeyja
 
Fyrstur allraskrifaðra á fjársöfnunarlistan var Benedikt Sveinsson alþingismaður og lofaði hann 500 kr framlagi. Varð það til þess að aðrir sem lögðu fram fé gátu ekki verið minni og safnaðist því meira fé í Reykjavík en bjartsýnustu menn höfðu átt von á. Hann sendi svo bráðabirgðastjórninni skýslu um ferð sína, og seigir hann þar að sér hafi hvarvetna verið vel tekið og fékk hann loforð margra þeirra manna, er síst muna verða smátækir, ef á reynir og að upplýsingar hefðu hann fengi margar um málið. Dagarna 16. og 17. september  fundaði stjórninn um málið og að lokum var boðað til almenns fundar þar birtar voru upplýsingar um málið, sem bráðabirðastjórn höfðu borist, þar að meðal skýslan frá Sigurði Sigurðssonar. Stjórninn taldi þurfa um 200 þúsund krónur í höfuðstól með landsjóðsstyrk og lánsfé en ekki fengust greinilegt loforð nema fyrir 50-60 þúsund krónum í framlögðu hlutafé. Félagsstjórnin taldi því ekki vera hægt að semja um kaup eða smíði á skipinu fyr en félagið ætti nægilegt stofnfé. Á síðari fundinum var kosin regluleg félagsstjórn og í stjórnina voru þeirr kosnir   Karl Einarsson Sýslumaður  sem formaður, Jóhann Þ. Jósefsson Kaupmaður sem skrifari, Árni Filippusson sem gjaldkeri, Sigurður Sigurðsson lyfjasali sem meðstjórnandi, Gísli Lárusson kaupfélagsstjóri sem meðstjórnandi , Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi líka sem meðstjórnandi.
 
Karl Einarsson Árni Filippusson Jóhann Þ. Jósefsson
Sigurð Sigurðsson  Gísla J. Johnsen Þorsteinn Jónsson
 
Stjórnin undirbjó frumvarp að félagslögum sem voru svo samþykkt endanlega á félagsfundi 7 apríl 1919. Eitt af fyrstu verkum stjórnarinnar var að reyna að fá lagaðan talsíma út Stórhöfða, til að auka eftirlitið með nauðstöddum bátum. Þann 11.október var Sigurður Sigurðsson ráðinn erindreki félagsins til að fara til útlanda og undirbúa byggingu á björgunarskipi fyrir Vestmannaeyjar.Segir í erindisbréfinu: "Erindrekanum er falið að útvega, með aðstoð hinnar íslensku Stjórnarskrifstofu í Kaupmannahöfn, og þeirra sérfræðinga, sem skrifstofan útvegar honum, tilboð um byggingu á ca 60 tonna (Brúttorgisterstærð) mótor-björgunarskip fyrir Vestmannaeyjar, byggt úr tré, sem sé smíðað samkvæmt fyllstu kröfum viðurkennds skipaflokkunarfélags" Einnig var honum ætlað að útvega hluthafa og að undirbúa málið eftir bestu getu.
 
Gerð bárs þessa hafði félagsstjórnin hugsað sér: 
  1. Báturinn sé 50-60 tons brutto.
  2. Risti ekki yfir átta fet með hæfilegri seglfestu. 
  3. Hraðinn sé ekki minni en 12 mílur á vöku. 
  4. Styrkleiki 1. cl. A Bureau Veritas. 
  5. Að báturunn hafi öll nútímans tæki, sem slíkur bátur þarf að hafa, að svo miklu leyti, sem því verður við komið eftir stærð hans, þar með einnig björgunarbát, ljóskastara, sem sé í sambandi við rafmagnsgeymir, og svo framvegis. 
  6. Að því er styrkleika bátsins snertir, skal sérstaklega tekið fram, að hann sé fullfær í Norður-Atlantshafs-sjó í vetrarveðrum.
 
Sigurður fór fyrst til Reykjavíkur og þaðan svo til Kaupmannahafnar, og kom þaðan síðan aftur eftir áramótinn. Hann kom með teikningar og aðrar upplýsingar sem þóttu nauðsynlegar til þessara skipkaupa. Um þær mundir bárust stjórn félagsins tilboð um smíði á bát frá 2 skipasmíðastöðvum, en þó var því frestað þá að sinni. Seint næsta vor baust stjórninni að kaup á björgunarbát fyrir 250 þúsund krónur, en úr þeim kaupum varð ekki heldur.
 
Kaupin á Þór:
 
Snemma í ágústmánuð 1919 bárust félagsstjórninni þær fréttir að  hafrannsóknaskipið "Thor" sem danska landbúnaðarráðuneytið átti, væri til sölu. Félagsstjórnin átti fyrsta fund sinn um málið í Reykjavík og voru á þeim fundinum einnig þrír vel reyndir skipstjórar þeirr Halldór Þorsteinsson, Jón Ólafsson og Magnús Magnússon.Að  langum fundi loknum var tekinn ákvörðun um að festa kaup á skipinu "Thor" sem var gufuskip, 115 feta (35 metra) langt 21 feta (6,4 metra) breitt og ristir 11 fet (3,4 metra) og var ganghraði þess allt að 10 mílna hraða. Skipið hefir stundað rannsóknir á höfum þar að meðal við íslands strendur og síðar í stíðinu verið notaður sem eftirlitsskip. Hafist var stax handa að undirbúa kaupin á skipinu. það var erfitt í þá daga að eignast skip, því að fátt var um skipi í boði og verðið var afar mikið, svona rétt eftir stríðið. Félagið hafði þá enn ekki nóg fé til að kaupa það og því fór stjórnin stax í það að afla meira fjár um haustið. Seint í nóvember voru fundir haldnir í því skyni og söfnuðust þá á þreumur kvöldum um 40 þúsund krónur í Vestmannaeyjum. Auk þess safnaðist nokkuð fé til viðbótar í Reykjavík. Þá þurfti einnig að innheimta það fé sem lofað hafði verið áður. Gekk það allt greiðlega því að nú var hugur sem mestur í mönnum, að fá skipið næstu vertíð. Það var nú fullráðið að festa kaupa  skipið og var Emil Nielsen framkvæmdastjóra Eimskipafélgs Íslands, falið umboð til að kaupa skipið fyrir hönd björgunarfélagsins. Kaupverð skipsins var 150 þúsund krónur og átti að greiðast við móttökur en ekki var það allur kostnaðurinn því að gera þurfti við skipið áður en það gæti tekið til starfa.
  
Viðgerðinn átti og kostnaðurinn við að koma skipinu heim að kosta um 75 þúsund krónur. En þurfti  að senda skipshöfnina út, kaupa ljóskastara og loftskeytatæki og annað, er þurfti til útgerðarinnar, svo að allur varð kostnaðurinn af kaupunum þegar skipið kom heim til Vestmannaeyja, um 270 þúsund krónur. Þetta var meira fé en félagið átti, og varð því að leita einhverja lausna í því máli. Alþingi hafði áður heitað 40 þúsund króna styrk. Eitthvað bættist við af hlutafé 1920, en mikið var það ekki, vegna þess að fjársöfnun hafði farið fram skömmu fyrir áramótin. Þá var aftur leitað á náðir þingsins, því að upphaflega hafði verið heitið allt að 1/3 kostnaðar við kaupin. Þótti sanngjart að láta félagið njóta þess, að þegar keypti veglegra og miklu dýrara skip en upphaflega hefði gert ráð fyrir þegar styrknum var heitið. Þingmaður kjördæmisins Karl Einarsson  fór með mál þetta fyrir þingið 1920. Félagsstjórnin sendi þinginu rækilega skýrslu um allan gang málsins og hag félagsins. Málið fékk góðar undirtektir á þingi og var samþykkt að veita 50 þúsund króna styrk til viðbótar var þá styrkurinn orðinn 90 þúsund krónur eða um þriðjungur þess sem skipið kostaði heim komið.
 
Kaupverð skips
150.000,00
Provision
1.500,00
Aðgerð til 1. flokks
85.000,00
Ljóskastari 
5.000,00
Loftskeytatæki og uppsetning
10.000,00
Kol og vistir til heimferðar
15.000,00
Kaup skipverja til 1. mars 12.125,00
Fargjöld og fæði 
3.580,00
Stríðs- og vátrygging á heimleið
4.000,00
Annar stofnkostnaður ferðlag og fleira
4.500,00
Þinglestur og stimpilgjald
1.680,00
Samtals: 
292.385,00
 
 
Ísland hafði fengið sjálfstæði 1. des. 1918, svo nú var að því komið að  Ísland yrði að taka landhelgisgæsluna í sínar hendur, en fram að þeim tíma höfðu Danir farið með hana. Framlag ríkisins miðaðist þá einnig við það, að auk björgunarstarfanna skyldi skipið hafa landhelgisgæslu á hendi. Það varð því fyrsta varðskip íslendinga. 
 
            
Jóhann P. Jónsson Friðrik Ólafsson Einar M. Einarsson Guðbjartur Guðbjartsson
 
Skipsáhöfn var send út  til að sækja skipið Jóhann P. Jónsson, sem verið hafði liðsforingi í danska sjóhernum, var ráðinn skipherra, Friðrik Ólafsson var fyrsti stýrimaður,  Einar M. Einarsson  síðar skipherra var annar stýrimaður og  Guðbjartur Guðbjartsson yfirvélstjóri. Þór lagði svo af stað frá Kaupmannahöfn 13. mara 1920. Hreppti það vont veður á leiðinni og varð að leita í var inn til Björgvinjar og lá þar í tvo daga. Hélt það svo áfram ferðinni, Hreppti það þá aftur vont veður á leiðinni og kom til Vestmannaeyja um klukan 5 síðdeigis þann 26 mars 1920. Þá var þar svo vont veður þar að ekki var hægt að sigla inn í höfnina og lagðist skipið í var fyrir Eiðinu.  Daginn eftir kom skipið inn til hafnar og fór stjórn Björgunarfélagsins um borð í Þór að fagna skipi og skipsáhöfn. Nafn skipsins var síðan Íslenskað og það nefnt "Þór". En sökum veðurs voru ekki hátíðahöld við komu skipsins.
Björgunarskipið Þór við akkeri í Vestmannaeyjahöfn.
 
Þór var ekki lengi kyrru fyrir því að tveimur dögum seinna hafði það kært enskan togara fyrir veiðar inn í landhelgi íslands. Erlendum togurum var nú aftur farið að fjölga mjög á miðunum umhverfis Vestmannaeyjar og þótti þeim ekki mikil gleði af komu Þórs. Þór var þó ekki vopnaður, eins og varðskip er að venju, en með nærveru sinni einni flúðu fjöldi erlendu togurunum út fyrir landhelgina. Á stríðsárunum höfðu bátar Vestmannaeyinga tekið upp netaveiðar og stunduðu þær í æ stærri stíl. Á þessum tíma voru veiðarfæri þeirra í sjó virði 300 - 400.000 króna. Netaveiðisvæðið var aðalega vestur á "banka", utan landhelgi, og þar fengu netin auðvitað  frið þegar erlendu togurunum fjölgaði á ný. Netjavertíðinn var að hefjast og útgerðarmenn voru kvíðnir og töldu um netin þeirra mundu enginn friður fá, það væri allveg eins hægt að henda netunum heldur en að leggja þau á þessum slóðum. En nú var Þór kominn. Hann afmarkaði netaasvæði bátanna og helt vörð um þau á vertíðinni. Það varð til þess að veiðarfæratjónið á vertíðinni varð miklu minna heldur en áður hefði verið og afli varð miklu meiri. Sást því fljótt hversu gott það hafði verið að fá eftirlitsskip. 
 
Eitt af  þeim fyrstu verkum sem Þór fékk var að sækja símaviðgerðamenn til Reykjavíkur og koma með þá til eyja að vinna við viðgerðinni á sæsímastengnum. Viðgerðin á honum stóð í rúma viku, en þá hafði Þór hjálpað við að koma Vestmanneyjum aftur í samband við umheiminn.
 
Félagsstjórn hafði gert ýmsar tilraunir til að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um að skipið yrði notað til strandgæslu svo að það yrði sem mest nott fyrir það og til að létta undir kostnaði á útgerð skipsins. Ríkistjórninn fékkst ekki til þeirra samninga. Voru þetta mikl vonbrigði fyrir félagistjórnina því nú var ekki annar kostur en að gera skipið út á kostnað Björgunarfélagsins og bæjarins með einhverjum styrkj frá ríkissjóði. Á vertíðinni 1921 var efnt til borgarafund í Vestmannaeyjum út af  málinu. Margir sóktu fundinn og var menn á einu að félagið átti að fá hjálp frá ríkinu. Á fundinum var tillaga þessi samþykkt:
 
Fundarályktun
 
" Jafnframt því að þakka hinu há Alþingi liðveislu til þess að Björgunarfélag Vestmannaeyja, tvívegis styrkveitingu til kaupa á björgunar- og eftirlitsskipsins "þórs" og kröfur sömu þinga til lansstjórnarinnar um að hefja lanhelgiseftirlit og samkvæmt reynslu þeirra, sem ótvírætt er fengið um nothæfi skips vors og margvíslega gagnsemi sem hér yrði of langt að telja og óþarft, skorun vér Vestmannaeyjingar, staddir á fjölmennum borgarafundi á hið háa Alþingi að halda stefnu undanfarinna ára í stranvarnarmálinu fast fram svo að Íslendingar taki nú þegar málið að einhverju leyti í sínar hendur, svo sem sambandssáttmálinn heimilar og nota sem byrjun og til frekari reynslu skip vort  "þór", sem vér bjóðum fram með hinum sanngjörnustu kjörum. Ennfremur að Alþingi greiðist kostnað þann sem útgerð skipsins hefur í för sér hér við Vestmannaeyjar á frá nýári til miðs maí mánaðar þessa árs og frá 26 mars síðast liðið ár til 14 maí síðasta árs að frádregnu því sem sanngjart þykkir að Vestmannaeyjingar greiði".
 
Ekki hreyfði þessi áskorunn við þinginu . Eftir vertíðarlok 1921 þótti það sýnt að hvorki björgunarfélagið né bæjarfélagið réði við að gera skipið út á þennan hátt og var því tekið 80 þúsund króna lán. Það var ekki fyr en sumarið 1922 þegar Sigurður Eggerts var forsætisráðherra að þór var notaður af ríkinu og var hann þá hafður til eftirlits með síldveiðunum fyrir Norðurlandi. Þar þótti hann standa heill af komu hans en hann tók 12 norsk skip fyrir ólöglegar veiðar og mikinn yfirgangi. Þessi ráðstöfun varð Björgunarfélaginu og Vestmanneyabæ talsverður styrkur.
 
Mynd: Þór í slipp í reykjavík
Undir árslok 1923 þarfnaðist Þór mikillar viðgerðar og var sent til Reykjavíkur í viðgerð. Þar lá það svo fram yfir áramót og var viðgerð nær lokið en aðfaranótt 14.janúar gerði aftakaveður og mikill sjógangur í innri höfninni, bryggjur skemmdust, báta slitnuðu frá bryggju og sumir sukku. Einn vélbátur sem hét "Óskar" og rek hann á Örfiriseyargarðinn og mölbrotnaði, fjórir menn voru um borð í honum og drukknuðu tveir þeirra. Af 10-20 prömmum sem voru í höfninni voru ekki nema 4 á floti þegar óveðrir lægði. Lagarfoss slitnaði frá bryggju og skemmdist hann nokkuð. Þór lá þá vestur við Hauksbryggju þegar óveðurið skall á og var aðeins varðmaður um borð. Skipið slitnaði frá bryggjunni og rak út á höfn en varðmaður réð ekki við neitt. Mikill hepni varð að skipið lenti ekki utan í neinu, heldur rak það út úr hafnarmynninu og síðan austur yfir Rauðarárvík og stopaði ekki fyrren það strandaði í grýttri fjöru inn undir Laugarnesi. Varðmanninn sakaði ekki og bjargaðist hann. Menn heldu fyrst að það væri ónýtt en  svo var ekki og gert var við skipið og það var komið aftur útt um sumarið við eftirlit með síldveiðum. Þetta sama ár varð breyting á stjórn félagsins en Árni Filippusson hætti sem gjaldkéri og Sigurjón Högnason tók við því starfi. 
 
Karl Einarsson Sigurjón Högnason Jóhann Þ. Jósefsson
Sigurð Sigurðsson  Gísla J. Johnsen Þorsteinn Jónsson
 
Næstu vertíð árið 1924 var þór við gæslu og björgunarstörf við Vestmanneyum og tók tvo togara sem voru við ólöglegar veiðar. þann 10. júlí 1924 fór skipið til Reykjavíkur þar sem hann var betur búinn og sett var á hann fallbyssa með því var hann orðinn að reglulegu varðskipi. Fór hann svo norður í strandgæslu og  svo seinna um haustið var hann við vestur og norðurland og tók þar alls 8 togar og 1 síldarskip það árið. Þetta sama ár varð aftur breyting á stjórn félagsins en Karl Einarsson hætti sem formaðir og var Sigurð Sigurðsson kjörinn formaður. Jón Einarsson kaupmaður kom inn í stjóninna í stað Karls og starfaði sú stjórn þar til ársins 1930.
 
 
Sigurð Sigurðsson  Sigurjón Högnason Jóhann Þ. Jósefsson
Jón Einarsson Gísla J. Johnsen Þorsteinn Jónsson
 
 
Næsta árið eftir eða 1925 var öllu hagað eins og árið áður, Þór tók 2 norsk síldarveiðiskip og fjögur dönsku dragnótarskip og 10 togara. Þótt Þór hefði sparað útgerðinni í Vestmanneyum mikið fé með verndun á veiðarfærum og bátum og auk þess fært að færa stórauknar tekjur með meirri og betri afla, þá var útgerðin á þór þung fyrir bæjarsjóði of þung að bæjarsjóð gæti haldið áfram að styrkja hann. Sumum þótti það súrt að brotinn og sektirnar sem þór sektaði fyrir landhelgisbrjóta skuli ekki hafa runnu beint til útgerðar hans heldur beint í ríkissjóð. Stjórninn tókst á um það hvort ætti að selja ríkinu skipið. Virtist mörgum því réttast  þar sem landhelgisgæslan var nú orðin aðalstarf Þórs að ríkið myndi kaupa skipið. Leitaðist því félagsstjórninn samnings frá ríkinu um að kaupa skipið. Jón Magnússon sem þá var forsætisráðherra  gerði kost á því að ríkið tæki við skipinu og greiddi ekki annað en 80.000 kr lán sem útgerð skipsins hafði fengið. Auk þessa skyldi þó ríkið skuldbinda sig til þess að láta skipið eða annað skip halda uppi gæslu við Vestmanneyar þrjá og háldan til fjóra mánuði  á hverjum vetri. Tilboð þetta var borið fram á félagsfundi 25 janúar 1926 og rétt ýttarlega en fundurinn sá ekki fullkomlega lögmæltur um svona alvarlega ráðstöfun. Annar fundur var svo haldinn deginum eftir og var þar samþykkt að veita stjórn félagsins til að selja ríkinu Þór fyrir 80 þúsund krónur auk skyliðina. Ríkistjórninn lagði þetta síðan fyrir allþingi til samþykktis.
 
 
 Þingsályktun
 
um björgunar- og eftirlitskipið "þór"
 
Alþingi ályktar að samþykkja kaup ríkistjórnarinnar á björgunar- og eftirlitskipið "þór" fyrir allt að 80 þúsund krónur, með því skilyrði að ríkið láti skipið framvegis, meðan það er vel til þess fært, halda uppi á kostnað ríkissjóð samskonar björgunar- og eftirlitsstarfsemi við Vestmannaeyjar í 3½-4 mánuði (vetrarvertíðina) árlega, sem það hefir haft hendi undanfarin ár, enda leggi bæjasjóður Vestmannaeyjakaupstaðar árlega fram 15 þúsund krónur til útgerðar skipsins"
 
 
Tók ríkið svo við rekstrinum á Þór þann 1. júlí 1926. Þór þótti vera býsna fengsæll þetta ár því hann tók á fyrra helmingi ársins meðan björgunarfélagið átti hann 21 togara en eftir að ríkið eignaðist hann 8 togara sem eftir var af árinu, samtals 29 togara og nam sektarféð um 270 þúsund. Á árunum 1922 til 1926 tók Þór alls 131 skip í landhelgi og námu sektargreiðslur um 1. milljón króna.  Þór leitaði á þessum tíma 80 sinnum að bátum og dró að landi 40 skip, flutti farþega í 73 ferðum og auk þess vörur og póst. Störf Þórs sýndi hvað nauðsynlegt það var fyrir þjóðinna að taka strandgæsluna í sínar hendur og stunda hana á vel búnu hafskipi. Reynslan sem fékkst við starfsemi Björgunarfélagsins varð að undirstöðu þeirra landhelgisgæslu sem ríkið hefur haldið útti síðan þá.
 
Björgunarskipið Þór
Var smíðaður 1899, í Noth-Shields á Englandi sem togari handa dansk-íslenskri verslunar- og fiskveiðafélagi er hafði bækistöðvar sínar á patreksfirði. Útgerðin gekk erfitt og var hann seldur danska landbúnaðarráðuneytinu, er notaði hann fyrir hafrannsók- narskið. Var hann þá víða í förum, var hér við land 1903-1905 og 1908-1909, og því ekki óreyn- dur hér er hann var keyptur.
Á tímum fyrri heimsstyrjöldinni var hann notaður sem varðskip í Danmörku.
 
Var síðan seldur Björgunarfélagi Vestmannaeyja haustið 1919, og var nafni hans snúið á íslensku, en skipið hafði borið nafnið “Thor” en því var breytt í “þór”. Kaupverð skipsins var 150 þúsund krónur, og átti að greiðast við móttökur. En ekki var það allur kostnaðurinn, því að gera þurfti við skipið, kaupa ljóskastara og loftskeytatæki og annað er þurfti til útgerðarinnar, áður en skipið tæki til starfa en það kostaði 75 þúsund krónur.
 
Skipið lagði af stað frá kaupmannahöfn 13. mars 1920, og hreppti slæmt veður á leiðinni, en kom heilu og höldnu til Vestman- naeyja kl 5 síðdeigis 26 mars 1920. Þegar skipið kom heim til Vestmannaeyja var kostnaðurinn við kaupinn um 270 þúsund krónur.
 
Þór var síðan gerður út á kostnað Björgunarfélagsin með styrk úr ríkisjóð og bæjarsjóð, þangað til ríkið keypti hann og tók við reksti honum 1 Júlí 1926. Allar vetrarvertíðir á því tímabili var hann á miðunum við Vestmannaeyjar við björgunarstarf- semi, strandgæslu, og eftirlit með veiðafærum og fyrir landhelgisbrjóta reyndist hann hinn óþarfasti en fyrir ríkisjóð aflasæll. Fallbyssa var setta á þór árið 1924 í Reykjavík og varð mikið skæðari efir það.
 
Heppni vildi að nánast enginn slys eða óhöpp hentu hann, eitt óhapp henti hann þó, það var þegar hann slitnaði frá bryggju í Reykjavík þann 14 Janúar 1923 í miklu ofviðr og rak austur í Laugarnestanga. Einn maður var um borð í honum og réð hann ekkert við skip- ið svo það rak upp í fjöru og standaði manninn sakaði ekki en menn héldu fyrst að skipið væri ónýtt eftir strandið en svo reyndist ekki og var gert við það.
 
Síðustu þrjú árin var Þór notaður fyrir fiskirannsókna öðruhvoru og síðasta sumarið einnig við dýptarmælingar á Húnaflóa. Eitt af afrekum hans var á síðustu vertíðinni hans við Vestmannaeyjar þegar hann bjargaði 4 mönnum af smábát sem var á leiðinni út í farþegaskip fyrir utan Eiðið er hann hvoldi í hvirfilvindi. Þór var þá nærstaddur og skaut út báti í skyndi og bjargaði mönnunum öllum á síðustu stundu frá bráðum banna. Friðrik Ólafsson var þá skipherra á þór en þeirr voru tveir. Jóhann P. Jónsson var fyrsti skipherra Þórs og stýrði hann skipinu hingað til lands 1920 og var skipherra Þórs fram til ársins 1926 þegar hann var kvaddur til danmerkur til að hafa umsjón með varðskipinu “Óðinn” sem var verið að smíða á þeim tíma og tók síðan við honum er hann var fullsmíðaður. Síðan tók Friðrik Ólafsson við sem skipherra á Þór og stýrði hann því þar til haustið 1929 að hann fór til útlanda að kynna sér sjómælinga.
 
Í síðasta ferð “Þórs” var hann sendur með tvo menn úr kirkjumálanefnd þá Runólf Á Kornsá og séra Jón Guðnason norður á Húnaflóa. Fór þór með Runólf til Blöndósar og svo var ferðinni síðan heittið vestur að Prestabakka með Séra Jón, skall þá á óveður í flóanum og hætti skipstjórinn við að flytja Séra Jón á Prestabakka og ætlaði aftur í land við Blöndósi þar til veðrið myndi lægja en ekki náði hann þanngað þar sem hann strandaði á Sölvabakkaskerjum 21 desember 1929. Menn björguðust með naumindum, fyrir ötula framgön- gu manna í land, en skipið var ónýtt. Þá var “Þór” þríttugur að aldri en hann strandaði rösklega 10 árum eftir að hann var keyptur til landsins.
 
Skipherrar Þórs:
 

 

 Friðrik V. Ólafsson 
 Skipherra Þórs frá 1926 til 1929
 Jóhann P. Jónsson
 Skipherra Þórs frá 1920 til 1926
 
Áhöfn Þórs:
 

Aftasta röð frá vinstri:

Sigurður Bogason háseti, Þórður Magnússon háseti, Þórarinn Björnsson bátsmaður, Þorvarður Gíslason háseti, Magnús, háseti.

 

Miðröð frá vinstri:

Jón Jónsson léttadrengur, Helgi kyndari, Páll Guðbjartsson kyndari, Edvard Friðriksen bryti, Skúli Magnússon, loftskeytamaður.

 

Fremsta röð frá vinstri:

Jón annar vélstjóri, Guðbjartur Guðbjartsson yfir vélstjóri, Jóhann P. Jónsson skipherra, Friðrik V. Ólafsson fyrsti stýrimaður, Einar M. Einarsson annar stýrimaður, Lundquist „kanoner“ (Hann kenndi að nota fallbyssuna).

Veðurskeyti:
Um margra ára bil stóð Björgunarfélag Vestmannaeyja fyrir því að veðurskeyti væru fest upp á nokkrum stöðum hér í bænum. Voru fengnir til þessa starfa þeir Jón Magnússon sem sá um að birta næturskeytin og Þorlákur Sveinsson er sá um birtingu dagsskeyta. Svohljóðandi fréttatilkynning birtist í blöðum í Vestmannaeyjum hinn 12. febrúar 1927:
" Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja afréð í haust, að félagið kostaði birtingu veðurskeyta tvisvar á sólarhring og auglýsti þau á hagkvæmum stað öllum almenningi, einkum sjómönnum, til ókeypis afnota og hagræðis. Sömuleiðis loftþyngdarrita og stormskeytatilkynningu."
Formaður Björgunarfélagsins Sigurður Sigurðsson lyfsali, undirritar þessa tilkynningu og segir í lok hennar að hann vilji vekja athygli góðra manna í öðrum veiðistöðvum á þessari ráðstöfun og biður blöð slíkra veiðistöðva að flytja þessa tilkynningu.
 
Björgunarbáturinn Herjólfur:
Árið 1930 lét Slysavarnafélagið Bjögunarfélaginu í té björgunarbát sem það fékk frá Danmörku. Bátnum, sem hlaut nafnið Herjólfur, var komið fyrir á Eiðinu. Slysavarnafélagið veitti styrk til þess að þar yrði komið upp skýli fyrir bátinn. Árið 1935 var skipt um björgunarbát, en sá gamli hafði reyndist of stór og erfiður í setningu, og kostaði félagið að nokkru smíði nýja bátsins. Voru reyndar smíðaðir tveir bátar og voru þeir staðsettir í húsum á Eiðinu og á Skansinum. Var það Runólfur Jóhannsson skipasmiður sem smíðaði bátana og er hægt að skoða handverk Runólfs en þann dag í dag, því Björgunarfélagið færði Byggðasafni Vestmannaeyja annan bátinn að gjöf fyrir nokkrum árum og er hann þar til sýnis.
 
Miðhúsalaugin:
Árið 1932 hóf Björgunarfélagið undirbúning á byggingu á sundlaug með upphituðum sjó til að kenna sjómönnum að synda en félagið treysti sér ekki til að standa fyrir framkvæmdum eitt og sér. Sumarið 1933 lagði fjárhagsnefnd til að bæjarsjóður tæki að sér að sjá um framkvæmdir. Var það samþykkt. Ásamt Björgunarfélaginu studdu íþróttafélögin í Vestmannaeyjum framkvæmdir, en skorti fé til, hafist var samt við að byggja sundlaugina sem Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur (faðir Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Ísland), teiknaði. Árið 1934 samþykkti ríkisstjóður að styðja við sundlaugarbygginguna með fjárframlagi sem næmi allt að helmingi, en þó ekki meira en 12 þúsund krónur. Fjárhagsáætlun hljóðaði hins vegar upp á 35 þúsund krónur. Laugin var síðan opnuð 14. nóvember 1934 með sjómannanámskeiði. Almenningur gat hins vegar nýtt sér sundlaugina sumarið á eftir. Miðhúsalaug var steinsteypt, 20 x 12 metrar að stærð. Dýpt laugarinnar var einn metri að norðan og tveir að sunnan. Klefar við laugina voru fimm talsins. Sjórinn í lauginni var hitaður upp í 22-28 gráður, allt eftir veðurfari.Um miðja öldina var það sameiginlegt baráttumál Björgunarfélagsins og Slysavarnafélags Íslands að kynna gúmmíbjörgunarbáta sem björgunartæki um borð í bátum og berjast fyrir notkun þeirra, en slíkir bátar voru lögleiddir árið 1957.
 
Miðhúsalaugin í Vestmannaeyjum
 
 
 
Tilkynningarskyldu íslenskra skipa:
Um þetta leyti var þeirri venju komið á að landróðrabátar í Vestmannaeyjum tilkynntu loftskeytastöðinni þar hvenær þeir væru búnir að draga og hvenær þeirra væri von til lands. Til þess að bátar gætu alltaf tilkynnt sig kostaði Björgunarfélagið stöðu næturvarðar um árabil við loftskeytastöðina. Þetta var á sinn hátt undanfari Tilkynningaskyldu íslenskra skipa sem Slysavarnafélag Íslands rak frá 1968 þar til landhelgisgæslan tók við henni
 
Önnur störf:
Björgunarfélagið stóð fyrir því að settir yrðu upp kastarar til að lýsa upp Leiðina (innsiglinguna), þegar slokknaði á leiðarvitum á hafnargörðunum eins og oft gerðist í vondum veðrum, og innsiglinginn varð stórhættuleg.
 
Veturinn 1935 stóð Björgunarfélagið fyrir því að lagður var símastrengur inn á Eiði allt að bátaskýli félagsins og var um langt árabil staðsetur sími í sérstökum kassa utan á skýlinu.
 
Í fundargerð stjórn Björgunarfélag Vestmannaeyja sem haldin var miðvikudaginn 26. Febrúar 1944 kemur fram að félagið sá ástæðu til þess að fara þess á leit við Skipaútgerð Ríkisins sem sá um rekstur á eftirlitsskipum ( varðskipum ) Íslands, að látið verði sérstakt móttökutæki í brú eftirlitsskipsins, eða á annan stað þar sem vakt er stöðug, og sé tækið stillt á bylgjulengd talstöðva mótorbátanna til þess að tryggja samband milli þeirra, Loftskeytastöðvarinnar og eftirlitsskipsins.
 
Einnig beindi stjórn félagsins þeim tilmælum til viðeigandi aðila að það yrði sett sem eitt skilyrði fyrir fullnaðarprófi vélstjóra og formanna á vélbátum, verði nægileg kunnátta í meðferð á taltækjum báta.
 
Það vekur eftirtek við lestur á fundargerðum stjórnar Björgunarfélagsins, að þrátt fyrir samning þann sem gerður var á milli ríkissjóðs annarsvegar og Björgunarfélagsins hinsvegar þegar Björgunarfélagið afhenti ríkissjóði Þór til eignar með þeim kvöðum að alltaf skildi vera eftirlitsskip við Vestmannaeyjar yfir vetrarvertíð Eyjabátum að kostnaðarlausu, þurfti stjórn félagsins að kalla eftir skipi á hverju ári og hvað svo rammt að þessu að 1944 sá stjórn félagsins sig tilknúna að senda Skipaútgerð Ríkisins afrit af samningnum til ítrekunar.
 
Með betri höfn komu stærri og fleiri skip en áður til Vestmannaeyja, hafnarbáturinn Léttir var nú orðinn alt of lítill og fór umræðan að snúast um stærri og betri hafnar- og björgunarbát. Í janúar 1952 ritaði Jón Í. Sigurðsson hafnsögumaður og stjórnarmaður í Björgunarfélaginu grein þar sem hann færir rök að því að höfnin yrði að eignast fullkominn hafnar- og björgunarbát. Verulegur skriður komst þó ekki á málið fyrr en 1955.
 
Það var svo í september 1958 að lögð var fram teikning Hjálmars R. Bárðarsonar siglingamálastjóra. Þetta ár var einnig gerður Sameignar og rekstrarsamningur við Björgunarfélag Vestmannaeyja. Í 6. gr. segir að allur kostnaður bátsins skuli greiddur úr hafnarsjóði Vestmannaeyja. Í 7. gr. segir að óheimilt skuli vera að leyfa einstaklingum rekstur á bátnum í þágu hafnarinnar eða við björgunarstörf. Í 9. gr." Björgunarfélag Vestmannaeyja skal hafa ótakmarkaðan umráðarétt yfir bátnum til björgunarstarfa við og í Vestmannaeyjahöfn."
 
Árið 1977 eignaðist Björgunarfélag Vestmannaeyja sínar fyrstu talstöðvar. Voru þetta 6 cb handstöðvar af MAYOR gerð ásamt einni móðurstöð. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að gefa meðlimum björgunarsveitar félagsins kost á því að eignast hlut í stöðvunum að 2/3, og hefðu þeir félagsmenn sem ættu hluti í stöðvunum þær til einkaafnota á milli þess sem félagið þyrfti þeirra með.
 
1982 eignaðist Björgunarfélag Vestmannaeyja síðan sína fyrstu bifreið, var hún af gerðinni Cehevrolet Suberban og tók 8 farþega auk ökumanns. Slysavarnadeildin Eykyndill gaf fullkomnar sjúkrabörur í bifreiðina, ásamt því að færa félaginu að gjöf fjórar handtalstöðvar á VHF-tíðni af Telefunken gerð.
 
fyrsta bifreið bv.
  
Fyrsta bifreið Björgunarfélags Vestmannaeyja Cehevrolet Suberban árgerð 1982