Ný heimasíða Björgunarfélag Vestmannaeyja.


Björgunarfélag Vestmannaeyja opnaði í kvöld heimasíðu félagsins á slóðinni www.1918.is. Vonum við að hún auðveldi meðlimum félagsins,sem og öðrum sem áhuga hafa á starfinu hjá björgunarfélaginu.
 
Á heimasíðunni eru  allar helstu upplýsingar um starfsemi og tæki félagsins. Einnig er töluvert af myndum úr starfi félagsins í gegnum tíðina komið inn á síðuna. Meira efni mun fara inn á síðuna á næstu dögum og vikum svo það er um að gera að fylgjast vel með.
 
Heimasíðan er frá þeim félögum hjá smartmedia.is. Hafi þeir bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf. 

Á síðastliðnu ári (er félagið fagnaði 90 ára afmæli) gerðum við okkur grein fyrir hversu mikið af heimildum, um starfssemi þessarar elstu björgunarsveitar á Íslandi, er til í fórum félagsmanna. Í framhaldi af því ákvað stjórn félagsins að hefjast handa við að safna heimildum á einn stað og afrakstur þessarar vinnu er heimasíðan www.1918.is. Vonum við að síðan verði fólki til upplýsinga og ánægju.