Rúta brennur við Sjóbúðina.


Um kl 03:30 í nótt var haft samband við formann Björgunarfélagsinns og látinn vita að að rúta sem var lagt í stæði við hliðina á Sjóbúðinni hjá okkur, væri að brenna.
Þó nokkrar skemndir eru að sjá á húsnæðinu hjá okkur, klæðning á vestur hlið stórskemnd, 12 rúður brotnar ásamt ýmsu smálegu sem er skemmt.
Til marks um hitann, er að ekki var hægt að koma við klæðinguna að utan og klæðing að innan var farinn að hitna. Flugeldageymslan stóðst fullkomlega og ekki var hægt að maka neina hitabreytingu í geymslunni. Ekki er um neinar reykskemndir að ræða í sjóbúðinni að innan. Grunur er um íkveikju og er það mál í rannsókn. Gert er ráð fyrir að matsmaður frá okkar tryggingarfélagi komi fjótlega og skoði skemdirnar á húsinnu og gert verður við húsið í framhaldi að því.