Hópur frá BV á fjöllum um páskanna.


Ákveðið hafði verið að fara og gista í skálanum á fimmvörðuhálsi.
Lagt var af stað frá eyjum á laugardag og lá leið að skógum þar sem var lagt af stað um þrjú leitið fótgangandi frá Skógum. Ferðin sóttist hægt vegna mótvinds og síðan var snjór og harðfeni síðustu kílómetrana að skálanum og var komið í skálan um kl 22:30.
sunnudagurinn var tekinn með trompi og gengið var á Eyjafjallajökul og tók gangan um sjö tíma og var toppnum náð um kl 15:00, Goðasteinn í um 1640 metra hæð.
Gert er ráð fyrir því að lagt verði af stað á morgun um 07:00 og farið niður í þórsmörk, en gera má ráð fyrir því að nokkur snjór sé á þeirri leið.