Fjallabjörgunaræfing FBBV


 Sumardagurinn fyrsti var vel notaður þrátt fyrir ágætis rigningu á köflum. 
Fjallabjörgunarhópur BV hélt æfingu og Alþýðubandalagið veitti 11 styrki til líknar og félagsmála. 
 Fimmtudaginn síðastliðin hélt sex manna hópur frá
Björgunarfélaginu fjallabjörgunaræfingu
á milli Hánnar og Spröngunar, þar vorum við að æfa hvernig ætti að gera línubrú og
slaka börum niður úr því. Gekk þessi æfing með eindæmum vel en einnig var þetta æfing fyrir
komandi Björgunarleika á Akureyri þar sem við munum að sjálfsögðu taka þátt. Eftir æfinguna ákváðu nokkrir aðilar innan hópsins að renna sér niður línuna eins og um aparólu væri að ræða og
má sjá myndir af því inni í myndamöppunni.
 
Sama dag fóru tveir aðilar úr stjórn BV og tóku á móti styrk frá Alþýðubandalaginu og þökkum við þeim kærlega fyrir þeirra framlag til BV á þessum tímum.
 
Kveðja fyrir hönd FBBV
(Fjallabjörgunarhópur Björgunarfélags Vestmannaeyja)
 
Arnór