Útkall F3-Grænn Fyrsta fjallabjörgunarútkallið í 11 ár


Kl 20:15 var Björgunarfélag Vestmannaeyja kallað út vegna manns sem var í sjálfheldu í Hánni, beint á móti kertaverksmiðjunni Heimaey.
 12 mínútum síðar vorum 7 menn frá okkur komnir á Hánna og þá hófst uppsetning trygginga, kl 20:40 voru tveir sigmenn komnir að manninum og örfáum mínútum síðar var maðurinn kominn niður heill á húfi. Tæpum klukkutíma eftir að boðin bárust eða um kl 21:10 var hópurin kominn inn í hús og frágangi lokið. 
Þetta var  fyrsta alvöru fjallabjörgunarútkallið í rétt rúm 11 ár, en þann 16 júlí ´98 var fótbrotin maður sóttur í Suðurey. En þann 26.09.03 var maður sóttur í Bjarnarey, en þar var Hífingargálginn notaður.