Neyðarkall björgunarsveitanna


Eins og undanfarinn ár munum við selja neyðarkallin og verður fjótlega farið að hafa samband við félagsfólk varðandi þessa sölu

Sala á Neyðarkalli björgunarsveitanna fer fram í fjórða skiptið helgina 5.- 8. nóvember en salan hefur vaxið mikið á hverju ári. Viðtökur almennings á síðasta ári voru gríðarlega góðar og reiknum við með að svo verði einnig í ár. Átakið verður með sama sniði og áður.

Björgunarsveita/kvennadeilda og slysavarnadeildafólk um allt land hefur sannarlega lagt sitt af mörkum en það er meginástæðan fyrir því að þessi nýlega fjáröflun er orðin ein af þeim öflugri sem við stöndum fyrir. Þetta árið er Neyðarkallinn eftirlíking af björgunarmanni með hund og er skemmtileg viðbót fyrir þá sem eiga hina þrjá. Sem fyrr verður mikil kynning í fjölmiðlum og auglýsingaherferð til kynningar átakinu.

Í ár verður Neyðarkallinn seldur á aðeins 1500 krónur, við verslanir, verslunarmiðstöðvar, áfengisútsölur og aðra þá staði sem almenningur sækir þessa fjóra daga sem átakið stendur. Einnig geta einingar gengið í hús og þannig náð enn meiri árangri.

Við hvetjum alla okkar félaga til þess að leggja tvær klukkustundir í þessa fjáröflun - tíma sem getur skipt þína einingu miklu máli.

 

..................................................................