Flugeldasala Björgunarfélags Vestmannaeyja


Nú líður að því eyjamenn skjóti upp gamla árinu og fagni því nýja. Björgunarfélag Vestmannaeyja (BV) selur fyrsta flokks flugelda sem er ein helsta tekjulind félagssins en undanfarin ár hafa eyjamenn stutt vel við bakið á BV. Félagsmenn BV eru ávallt viðbúnir alla daga ársins, allan sólarhringinn og treysta því á þinn stuðning.

Líkt og undanfarin ár verður BV með flugeldaratleik í samstarfi við jólarásina fm 104.7 á gamlársdag.
 
Áramótabrenna og flugeldasýning í samstarfi við ÍBV verður við hásteinsvöll á gamlársdag kl: 17.00
 
Opnunartími flugeldasölunnar má finna hér að neðan:
 
Þriðjudaginn 29. des 13 - 21
Miðvikudaginn 30. des 10 - 21
Fimmtudaginn 31. des 09 - 16

Þrettándinn:
Föstudaginn 8. jan 13 - 19