Útkall F2 Gulur


Klukkan 10:06 var Björgunarfélagið kallað út þar sem þak var að fjúka af Vinnslustöðinni, en þá var SA 22 m/s á Stórhöfða og 32m/s í hviðum.
 
 
Um 100 fermetra hluti af þaki Vinnslustöðvarinnar flettist upp í morgun en um er að ræða syðsta hluta hússins.  Plöturnar fuku ekki af húsinu en fljótlega dreif að fólk til að fergja þær niður aftur.  Björgunarfélag Vestmannaeyja var ræst út til aðstoðar en auk þeirra voru þarna smiðir sem voru að vinna í nálægum byggingum og starfsmenn Vinnslustöðvarinnar.

Plöturnar voru dregnar aftur niður á þakið og fergjaðar þar en sá hluti sem fauk upp, flettist upp í tvennu lagi og danglaði í rokinu.  Á bílastæði Vinnslustöðvarinnar örfáum metrum frá þakinu voru fjölmargir bílar starfsmanna en plöturnar fuku frá bílunum.  Engu að síður var bílastæðið rýmt.
 
Myndir og video
 
 
Tekið af