Hálendisgæsla SL 2011


Ef það er áhugi hjá félagsfólki fyir þessu verkefni, hafið samband við Adda í síma 8966815. 
þarf að vinnast hratt til þess að fá að panta svæði sem eru áhugaverð.
 
 

Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir umsóknum frá björgunarsveitum félagsins vegna þátttöku í Hálendisvakt félagsins. Stefnt er að keyra verkefnið frá 24. júní til 14. ágúst. Eins og áður er hver vakt ein vika. Sami háttur verður á hafður á svæðaskiptingu og áður; Kjölur, Sprengisandur, Fjallabak og Norðan Vatnajökuls. Settar verða upp miðstöðvar á Hveravöllum, Nýjadal, Landmannalaugum og í Drekagili. Varanleg aðstaða er komin í Landmannalaugum og Nýjadal. Vænta má að aðstaðan verði svipuð og í fyrra á Hveravöllum og í Drekagili . Vaktirnar verða frá föstudegi til föstudags og vaktaskipti eru kl 18:00. Gerð er sú krafa að þrír einstaklingar frá björgunarsveit séu á vaktinni hverju sinni, einnig a.m.k. einn skal hafa lokið námskeiðinu Fyrstahjálp 2. Það skal líka áréttað að ætlast er til þess að sveitir hitti þá sveit sem þær taka við af. Upphæð greiðslu til sveita fyrir verkefnið og fyrirkomulag þess, mun taka mið af því fjármagni sem næst að afla til þess en þeirri vinnu er ekki lokið. Má miða við að það verði um 100.000 kr fyrir vikuna.

 

 Eins og áður verða sveitir ekki bókaðar nema að  umsókninni fylgi listi yfir a.m.k. þrjá aðila sem ætla að sinna verkefninu fyrir hönd sveitarinnar. Koma þarf fram hjá öllum; fullt nafn, GSM númer og tölvupóstfang.

Eins og áður verða haldnir undirbúningsfundir/námskeið fyrir verkefnið. Verða námskeiðin haldin um miðjan júní og er gerð krafa um a.m.k. tveir mæti frá hverri þátttökusveit.

 

Ef sveitir sækja um fleiri en eina viku verða auka vikur settar á biðlista og þeim svo úthlutað eftir að umsóknarfrestur er liðinn. Almennt gildir um skráningu á vikur að fyrstur kemur fyrstur fær.