Sjúkrabíllinn á slökkvistöðina.


Breytingar verða á sjúkraflutningum í Vestmannaeyjum frá og með 1. maí þegar lögreglan, sem sinnt hefur þessum málaflokki hingað til hættir, og Heilbrigðiststofnunin í Vestmannaeyjum (HSV) tekur við rekstrinum.

Náðst hefur samkomulag á milli HSV, Vestmannaeyjabæjar og slökkviliðsstjóra um að bíllinn og starfsmenn fái aðstöðu í slökkvistöðinni þar til endanleg staðsetning bílsins verður ákveðin.

Starfsmennirnir sem koma víða að, m.a. frá Slökkviliði og Björgunarfélaginu eru allir löggiltir sjúkraflutningamenn og hafa reynslu af sjúkraflutningum m.a. í Vestmannaeyjum og Reykjavík sem og í sjúkraflugi.

Tekið af slv.is

Þess má geta að þrír einstaklingar frá Björgunarfélaginu eru í þessum hóp og óskar stjórn Björgunarfélagsins þeim sem og öðrum velfarnarðar í nýju starfi og með von um gott og gjæfuríkt samstarf á komandi árum.

Stjórnin