Leit á Fimmvörðuhálsi.


Björgunarfélag Vestmannaeyja var fyrr í dag kallað til leitar norsks göngumanns á Fimmvörðuhálsi.  Maðurinn er meiddur á fæti en var fyrr í dag í símasambandi við björgunarsveitir en tókst ekki að gefa upp staðsetningu sína.  Leitin hefur ekki borið árangur.  Með tilkomu Landeyjahafnar má hins vegar búast við að leitað verði til Björgunarfélags Vestmannaeyja í enn ríkari mæli en áður vegna aðgerða á fastalandinu.

„Við sendum fimm félagsmenn í leitina til að byrja með og svo sjáum við til hvernig leitin gengur,“ sagði Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins.  Hann telur þessa þróun mjög jákvæða enda hafa útköll félagsins til þessa fyrst og fremst snúið að aðgerðum á sjó og þegar aðstoða fólk í hvassviðri.  „Við erum komin á kortið í þessu má segja.  Enda er þetta það sem menn leitast eftir þegar þeir ganga í raðir björgunarsveita, að vera til takst þegar kallið kemur.  Það er bara jákvætt ef verkefni félagsins verða fjölbreyttari,“ sagði Adolf.
 
Björgunarfélagið er vel tækjum búið en félagið hefur yfir að ráða tveimur stórum jeppum sem eru á 38 tommu dekkjum.  Bílarnir eru auk þess vel tækjum búnir þegar kemur að leit og björgun.
 
Tekið af  "eyjafrettir.is"
 
En við þetta má bæta að frá okkur fóru 5 göngumenn auk eins bílsstjóra.