Leit á sólheimajökli


svelgur
Fyrr í dag fór 10 manna hópur til leitar á leitarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að verkefnin verði bæði a jökli sem og almenn leit á lálendi.
Gert er ráð fyrir að leitarfólk verði á svæðinu eins og þurfa þykir, og nú þegar þetta er skifað er hópur við leit á jöklinum og annar hópur komin í hvíld og er ræs kl 05:00 hjá þeim hóp.
Fleiri vestmannaeyingar komu að þessu í dag.
Kokkurinn Grímur Gíslason gaf björgunarsveitarfólki 200 skammta af plokkfiski, og var það væntanlega kærkomin búbót, enda björgunarsveitarmenn búnir að standa í ströngu við leit á Svía á þrítugsaldri sem er týndur á eða nærri Sólheimajökli.