Páll Arnar Georgsson


           
Minning um látin félaga.                                                                   .              
                                                                                       
            Nína og Palli á góðri stundu.

 

Páll Arnar Georgsson fæddist í Vestmannaeyjum 04. mars 1958.

Flest okkar þekktum við hann sem Palla Stanley.  Í kring um 1985 byrjaði Palli að starfa með Björgunarfélagi Vestmannaeyja. Strax frá byrjun var hann duglegur að mæta á allar æfingar, fundi og ferðir og einbeitti sér að fjarskipta- og tæknimálum. Um tíma sat í stjórn félagsins og í milliþinganefnd Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Hann lagði sig ötullega fram við allt það sem snéri að fjarskiptum og var fremstur í flokki þegar við byggðum upp stjórnstöðina eins og við þekkjum hana í dag. Í gæslu á Þjóðhátíð var Palli alltaf boðinn og búinn að standa vaktir og oftar en ekki var hann á vakt allar nætur. Þá gátum við átt von á því að hitta á Palla í húsnæðinu okkar hvenær sem var sólarhringsins þegar hann var með einhver verk sem hann þurfti að klára.

Langt fyrir aldur fram kvaddi Palli en eftir situr minning um góðan félaga sem að hellti sér af fullum krafti í þau áhugamál og verk sem hann tók sér fyrir hendur.

Við í Björgunarfélagi Vestmannaeyja þökkum Palla fyrir samfylgdina og vottum aðstandendum hans samúð okkar.