Aðalfundur.


Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja verður haldinn í húsi félagsins að Faxastíg 38, fimtudaginn 12. apríl. kl 20:00.  Fyrir aðalfund hefst borðhald kl 19:00
 
 
 
Dagskrá verður samkvæmt lögum félagsins.

Á dagskrá aðalfundar skal vera:

  1.  Formaður setur fundinn og skipar fundarstjóra og fundarritara.

  2.  Undirritun eiðstafs.

  3.  Skýrsla stjórnar og umræður.

  4.  Reikningar lagðir fram til samþykktar.

  5.  Lagabreytingar.

  6.  Kosning formanns.

  7.  Kosning stjórnar og tveggja varamanna.

  8.  Skýrsla minningarsjóðs.

  9.  Kosning þriggja manna stjórnar minningarsjóðs.

10.  Kosning tveggja skoðunarmanna og eins til vara.

11.  Önnur mál.

 
 
 
         Vegna væntanlegs aðalfundar óskar núverandi stjórn eftir framboðum til stjórnar og annara trúnaðarstarfa hjá félaginu og skulu framboð og tilnefningar berast á 1918@1918.is

10. grein

Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnenda. Síðan skal kjósa 2 varamenn í stjórn. Skulu þeir kosnir á aðalfundi. Formaður skal kosinn sérstaklega til eins árs í senn.

Stjórnarmenn skulu kosnir skriflega ef fleiri eru í kjöri samkvæmt tilnefningu, en kjósa á. Kjörtími stjórnar er eitt ár. Endurkjósa má í stjórn svo oft sem vill. Engan má kjósa í stjórn nema hann sé í félaginu. Allir félagar eru skyldir að taka við kosningu eitt kjörtímabil. Þeir einir eru réttkjörnir í stjórn sem við kosningar fá fullan helming greiddra atkvæða.