Göngurall B.V


 Laugardaginn 26. mai verður haldið göngurall og verður ræst kl 10:00.
 
 Þau sem hafa áhuga á taka þátt í þessu ralli, skrái sig á með maili 1918@1918.is, á lita í Húsinnu hjá okkur sem og í síma hjá umsjónamanni göngurallsins sem er Bjartur Týr í síma 8439911.
 
Gert er ráð fyrir að bæjarbúar geti tekið þátt í þessu með okkur og er vonast eftir góðri þáttöku.
 
 

Tímaverðir verða á fjöllum sem hér segir.

  • Blátindur
  • Klif
  • Skans
  • Eldfell
  • Helgafell
  • Sæfjall
  • Reglur fyrir göngurall á við um félagsmenn BV

1.       Allir keppendur eiga að vera merktir Björgunarfélaginu. Frjálst val á skóm og fatnaði.

 

  1. Allir sem eiga rétt á þátttöku eru félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja og nýliðar sem eru í nýliðaþjálfun.

 

  1. Karlar eiga að vera með 10 kg. Og kvenmenn með 6 kg. Hlífðarföt, vatnsbrúsi, súkkulaði og fleira vigtist ekki með.

 

  1. Vigta skal pokanna fyrir og eftir keppni.

 

  1. Eina hjálpartækið er göngustafur.

 

  1. Keppendur þurfa að koma við kennileitin.

 

  1. Leið 1: Gengið er upp á Blátind (upp á fyrsta hól þegar komið er upp á hrygg) síðan á klif (að skúrnum) svo út á Skans (hjá vatnstankinum) síðan upp á Eldfell (upp að blikkljósi) þaðan upp á Helgafell (þar sem leiðarvísirinn er) svo á Sæfjall (fyrsta mastrið) og að síðustu niður í skátaheimili. Á leiðinni á Sæfjall skal ganga fyrir endann á flugbrautinni (austast) en frá Sæfjalli verður póstur við flugbraut sem veitir leyfi til að ganga yfir brautina.

 

  1. Leið 2: Gengið út á Skans (hjá vatnstankinum) síðan upp á Eldfell (upp að blikkljósi) þaðan upp á Helgafell (þar sem leiðarvísirinn er) svo á Sæfjall (fyrsta mastrið) og að síðustu niður í skátaheimili. Á leiðinni á Sæfjall skal ganga fyrir endann á flugbrautinni (austast) en frá Sæfjalli verður póstur við flugbraut sem veitir leyfi til að ganga yfir brautina.