Gengu upp Gígjökul


Þrír félagar fóru við fjórða mann upp Gígjökul og gistu í snjóhúsi í eitt þúsund metra hæð í æfingarferð sem farin var helgina. Farið var á Lunda 1 með Herjólfi föstudagskvöldið, og komið við í Reykjavík og farið með tuðru félagsins í viðgerð. Smellið á lesa meira til að sjá myndband úr ferðinni.
Lagt var svo af stað laugardagsmorguninn og gengið og prílað upp jökulinn fram að kvöldmataleiti. Þá var mokað snjóhús í hlíðum Eyjafjallajökuls og komið sér vel fyrir og kvöldmatur snæddur. Næsta dag hafði svo snjóað um 10cm lag af púðri yfir allt sem sást, svo niðurferðin reyndist örlítið erfiðari þar sem sprungur voru meira huldar. Allt gekk svo að vonum og var komið niður tímanlega og lagt af stað til Þorlákshafnar. Myndbandið tók Sindri Ólafsson, félagi Slysavarnarfélaginu, en hann fékk að koma með þeim Ármanni Ægissyni, Ásgeiri Guðmundssyni og Bjarti Tý Ólafssyni.