Kynningarfundur vegna nýliðunar 25 og eldri


 Björgunarfélag Vestmannaeyja mun á 95. starfsári sínu taka upp þau nýmæli að taka inn með skipulögðum hætti nýja meðlimi sem eru 25 ára eða eldri.
Kynningarfundur þess efnis verður haldinn í sal Skátaheimilisins fimmtudaginn 31. janúar kl. 20.
Fundur þessi verður í styttra lagi, þannig að allir sem hafa snefil af áhuga eru hvattir til að mæta. Allir hafa eitthvað fram að færa sem hægt er að nýta í björgunarstörfum.
Gert er ráð fyrir að þáttakendur verði fullgildir meðlimir á árinu, með hæfilegri ástundun.
 
Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni í síma 853-6455 eða í gegnum netfangið 1918@1918.is.