Námskeið í vikunni


 Tvö námskeið verða haldin í húsnæði félagsins í vikunni og eru bæði opin öllum félagsmönnum sem áhuga hafa.
 Annars vegar er námskeið á Tetra talstöðvarnar sem hefst kl. 19 og tekur um 4 klst.
Þetta eru aðal fjarskiptatækin okkar í dag og því mikilvægt að kunna vel á þær.
 
Hins vegar verður námskeið í Rústabjörgun um helgina, sem hefst á laugardagsmorgun kl. 9 og stendur fram að kvöldmat, með einhverjum leifum á sunnudeginum.
Skráning á þetta námskeið er á skoli.landsbjorg.is eða hjá Ármanni/Bjarna.