Fyrsta hjálp 1 fyrir eldri nýliða og fullgilda


 Fyrsta hjálp 1 verður kennd í Vestmannaeyjum helgina 11.-14. apríl af Einari Erni Arnarssyni.
Það kemur inn ný þekking á hverju ári þannig að ef langt er liðið hvetjum við fullgilda meðlimi að nýta sér þetta tækifæri.
 Námskeiðið hefst annað hvort á fimmtudagskvöldinu eða á föstudagskvöldinu og því lýkur með félagsæfingu í fyrstu hjálp á sunnudeginum.
 
Þetta er algjört grunnnámskeið og gerir félagið þá kröfu að fullgildir meðlimir hafi lokið því með sóma.
 
Einhverjir gætu hafa klárað fyrstu hjálpar námskeið áður, hjá Landsbjörg eða annars staðar, og mælum við með því að viðkomandi fari í 10-20 mínútna sjálfsmat hjá Björgunarskólanum (http://bjorgunarskoli.landsbjorg.is/course/view.php?id=13) til að kanna eigin færni. Til að gera það þarf að hafa aðgang að síðum Landsbjargar, sem er auðfenginn.
Komi viðkomandi vel út úr því er möguleiki á að fá fyrri námskeið metinn, mikilvægt er þó að hafa alltaf nýjustu þekkingu í þessum efnum.
 
Hvort sem þeir sitji námskeiðið eða ekki eru allir félagar hvattir til að taka þátt í félagsæfingunni á sunnudaginn og bjóða þannig nýja meðlimi velkomna.
Sérstaklega þeir sem eru í slökkviðiliðinu að auki og missa því af þessari reynslu í flugslysaæfingum og öðrum slíkum.
 
Skráning í hvort tveggja er í síma 853-6455 eða eftir öðrum mögulegum leiðum.