Laugavegsganga í kyrruviku


 Nokkrir félagar úr BV ætla að reyna við Laugaveginn í vikunni og óska eftir öðrum sem hafa áhuga á að fara með.
 Lagt verður af stað með seinustu ferð á miðvikudegi og komið til baka með seinustu ferð á föstudaginn langa.
Reiknað er með að gista í skálanum í Landmannalaugum miðvikudagsnóttina og skálanum við Emstrur skírdagsnótt. Gengið verður frekar stíft og er það háð aðstæðum hvernig til tekst.
Gista þeir saman sem fara á bíl og þeir sem ganga og erum við bæði að leita göngumanna sem og einhvers sem hefur góða reynslu á Lænerinn.
 
Hafið endilega samband við Ármann í 698-2706 en hann veitir allar nánari upplýsingar.