Skyndiákvörðunarjeppaferð um helgina - námskeiði frestað


 Björgunarfélagið fer í jeppaferð helgina 12.-14. apríl. Farið með fyrstu ferð á föstudegi og komið heim með seinustu ferð á sunnudag. Gist verður í skála sem tekinn hefur verið á leigu.
6 sæti eru laus - fyrstur kemur, fyrstur fær - en fullgildir ganga fyrir. Ferðin kostar 5.000 kr. á mann.
Skráning hjá Davíð í síma 866-6292.
 
 Fyrstu hjálparnámskeiðinu sem fara átti fram um helgina þarf því miður að fresta af óviðráðanlegum orsökum.
Stefnt er á að halda námskeiðið, sem og félagsæfingu, fyrstu dagana í maí. Þá er talað um miðvikudags-, fimmtudags- og föstudagskvöld og klárað á laugardegi, allt í stuttum lotum.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hringl kann að valda.