Fyrstu hjálpar námskeið fyrir eldri nýliða og fullgilda


Hefst 1. maí kl. 19:30.
Og félagsæfing í framhaldinu.
 Björgunarfélagið býður upp á námskeiðið Fyrsta Hjálp 1 undir handleiðslu Einars Arnar sem er alla jafna í sjálfskipaðri útlegð.
Þetta námskeið er hugsað fyrir eldri nýliða og jafnframt eru fullgildir meðlimir sem þurfa að fríska upp á þekkinguna í þessu grundvallarefni hvattir til að taka þátt.
Námskeiðið verður haldið kvöldin 1., 2. og 3. maí og klárað á laugardeginum. Hefst 19:30 öll kvöldin. Á sunnudaginn verður síðan félagsæfing, sem snýr fyrst og fremst að fyrstu hjálp.
Vonum að þetta fyrirkomulag henti sem flestum!
Skráning í síma 853-6455.