Fólk geri ráðstaf­an­ir vegna slæmrar veður­spár


Veðurstofan hefur vakið athygli á spá um illviðri víða um land á sunnudag og fram á mánudag. Gert ráð fyrir að hraðfara og dýpkandi lægð nálgist landið sunnan úr höfum á sunnudag með vaxandi suðaustanátt. Meðalvindhraði verður samkvæmt spám Veðurstofunnar á bilinu 18 til 25 metrar á sekúndu síðdegis

Veðurstofan hefur vakið athygli á spá um illviðri víða um land á sunnudag og fram á mánudag. Gert ráð fyrir að hraðfara og dýpkandi lægð nálgist landið sunnan úr höfum á sunnudag með vaxandi suðaustanátt. Meðalvindhraði verður samkvæmt spám Veðurstofunnar á bilinu 18 til 25 metrar á sekúndu síðdegis og er allt útlit fyrir talsverða úrkomu en búast má við hættulegum vindhviðum sem gætu náð yfir 50 metra á sekúndu. Þegar sterkur vindur gengur yfir skapast mesta hættan á að lausir hlutir fjúka. Því er mikilvægt gæta þess að allt lauslegt sé kyrfilega fest niður til að fyrirbyggja tjón. Gangið úr skugga um að þakplötur séu tryggilega festar, einnig þakrennur, grindverk og annað því þessir hlutir geta skapað mikla hættu ef þeir fara á stað. Þurfi fólk á okkar aðstoð má hringja í Neyðarlínuna, 112 eftir aðstoð.