Aðalfundur 2015


 Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja var haldinn í gær 20 apríl. Lítilsháttar breytingar urðu á stjórn félagsins.

Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja var haldinn í gær 20 apríl. Lítilsháttar breytingar urðu á stjórn félagsins. Adolf Þórsson enn formaður og hefur sitt 23 kjörtímabil, Davíð Smári Hlynsson gaf ekki kost á sér áfram í stjórn þetta árið. Í stjórn sitja þeir Arnór Arnórsson, Eyþór, Halldór Ingi Guðnason og Sigurður Þórir Jónsson. Varamenn í stjórn eru Arnar Ingi Ingimarsson og Óðinn Benónýsson.

Við þökkum Davíð kærlega fyrir sín ár en hlökkum til að starfa með honum innan félagsins áfram.

Fjórir nýliðar skrifuðu undir eiðstaf félagsin og eru því orðin fullgildir félagar en það eru þau Bjarki Halldórsson, Guðrún Bára, Sara Dís og Sigurbjörn Adolfsson og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar í starfi fyrir félagið.