Björgunarfélag Vestmannaeyja 97 ára


Í dag 4 ágúst eru 97 ár frá því að frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað....
 
Í dag 4 ágúst eru 97 ár frá því að frá því að Björgunarfélag Vestmannaeyja var stofnað. En það var þann 4 ágúst, 1918 sem Karl Einarsson þáverandi sýslumaður boðaði fjölda eyjamanna á einkafund. Fundarefni var stofnun á björgunarfélagi og kaupa björgunarskip. Á fundinnum var samþykkt að stofna slíkt félag og  að hefja fjársöfnun fyirir kaupum á björgunarskipi. Bráðabirgðastjórn var kosin til þess að hefja hlutafjársöfnun og undirbúa aðrar framkvæmdir í málinu. Í Bráðabirgðastjórnina voru kosnir þeirr Karl Einarsson Sýslumaður  sem formaður, Jóhann Þ. Jósefsson Kaupmaður sem skrifari, Árni Filippusson sem gjaldkeri, Gísli Lárussin kaupfélagsstjóri sem meðstjórnandi og Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi líka sem meðstjórnandi.
 

Meira um sögu félagsins hér