Nýliðastarf að byrja


 Nýliðastarf Björgunarfélagi Vestmannaeyja að byrja kynningarfundur verður haldinn annaðkvöld miðvikudaginn 9 september klukkan 20:00 í húnæði félagsins að faxastíg 38, þar sem áhugasömum einstaklingum gefst tækifæri á kynna sér málið. Skoðuð er aðstaðan og tæki ásamt því sem dagskrá vetrarins er kynnt. Nýliðaþjálfunin tekur um það bil 2 ár þar sem nýliðar sitja námskeið og æfa ólíka þætti björgunarstarfsins. Nýliðastarfið hjá okkur skiptist í tvö tímabil, nýliða 1 og nýliða 2. Nýliða 1 nefnast þeir nýliðar sem eru á fyrra tímabili sínu innan sveitarinnar og eru í grunnþjálfun. Þetta tímabil varir fyrsta starfsárið. Nýliða 2 nefnast þeir nýliðar sem eru við það að ljúka þjálfun sinni. Nýliðar fá að taka þátt í félags æfingum og fjáröflun svo sem flugeldasölu og neyðarkall sölu. Nýliðaþjálfun lýkur svo með því að nýir félagar eru teknir inn í félagið á aðalfundi. Nýliðar þurfa ekki að eiga neinn sérstakan búnað til að hefja þátt í nýliðastarfinu en koma sér upp góðum búnaði í nýliðastarfinu. Hægt að fá lánað ýmislegt sem þarf á bæði æfingum og námskeiðum hjá björgunarsveitinni. Námskeið og ferðir eru á kostnað Björgunarfélagsins en nýliðar borga sjálfir uppihald.
Nýliðastarf Björgunarfélagi Vestmannaeyja að byrja kynningarfundur verður haldinn annaðkvöld miðvikudaginn 9 september klukkan 20:00 í húnæði félagsins að faxastíg 38, þar sem áhugasömum einstaklingum gefst tækifæri á kynna sér málið.
Skoðuð er aðstaðan og tæki ásamt því sem dagskrá vetrarins er kynnt.
 
Nýliðaþjálfunin tekur um það bil 2 ár þar sem nýliðar sitja námskeið og æfa ólíka þætti björgunarstarfsins.
Nýliðastarfið hjá okkur skiptist í tvö tímabil, nýliða 1 og nýliða 2.
Nýliða 1 nefnast þeir nýliðar sem eru á fyrra tímabili sínu innan sveitarinnar og eru í grunnþjálfun.
Þetta tímabil varir fyrsta starfsárið. Nýliða 2 nefnast þeir nýliðar sem eru við það að ljúka þjálfun sinni.
Nýliðar fá að taka þátt í félags æfingum og fjáröflun svo sem flugeldasölu og neyðarkall sölu.
Nýliðaþjálfun lýkur svo með því að nýir félagar eru teknir inn í félagið á aðalfundi.
 
Nýliðar þurfa ekki að eiga neinn sérstakan búnað til að hefja þátt í nýliðastarfinu en koma sér upp góðum búnaði í nýliðastarfinu.
Hægt að fá lánað ýmislegt sem þarf á bæði æfingum og námskeiðum hjá björgunarsveitinni.
Námskeið og ferðir eru á kostnað Björgunarfélagsins en nýliðar borga sjálfir uppihald.