Framkvæmdir fyrir utan F38


Það sem við getum verið þakklát að eiga góða að.

Það sem við getum verið þakklát að eiga góða að. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í kringum húsið hjá okkur í langan tíma og hefur bílaplanið aðeins fengið að finna fyrir því í þeim málum. Nokkrir félagar voru búnir að vinna jarðvegsvinnu á planinu undanfarna daga og var draumurinn að fá malbik á planið við fyrsta tækifæri. 
Við fréttum að Hlaðbær Colas væru á leið til Vestmannaeyja að malbika og ákváðum við að hafa samband við þá og athuga hvort þeir hefðu tök á að malbika planið fyrir okkur. Ekki leið á löngu þangað til svör komu frá þeim og malbikuðu þeir planið hjá okkur í dag. Það er skemmst frá því að segja að þetta frábæra fyrirtæki gerði sér lítið fyrir og gaf okkur malbikið og vinnuna við að leggja það niður og erum við í skýjunum með bílaplanið.

Sérstakar þakkir fá 
Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas hf
Gröfuþjónustan Brinks ehf.
Miðstöðin Ehf
Og félagsmenn.

Það eru forréttindi fyrir svona félag að eiga svona góða bakhjarla.