Björgunarfélagið 100 ára


Fyrir 100 árum eða þann 4 ágúst 1918,  boðaði  Karl Einarsson sýslumaður og þingmaður fjölda eyjamanna á fund en fundarefni var að ræða um stofnun björgunarfélags tilgangur félagsins væri að kaupa björgunar- og eftirlitsskip, annast bjargráð, eftirlit með veiðarfærum og landhelgisgæslu við vestmannaeyjar. 

Fyrir 100 árum eða þann 4 ágúst 1918,  boðaði  Karl Einarsson sýslumaður og þingmaður fjölda eyjamanna á fund en fundarefni var að ræða um stofnun björgunarfélags tilgangur félagsins væri að kaupa björgunar- og eftirlitsskip, annast bjargráð, eftirlit með veiðarfærum og landhelgisgæslu við vestmannaeyjar.

Slysin sem fylgdu vélbátavæðingunni vöktu menn til alvarlegra umhugsunar um björgunarstarfsemi. Manntjónið, eignatjónið og atvinnutjónið sem báta missir fylgdu var svo ægilegt, að ekki varð komist hjá, en reyna að ráða á því einhverja lausn á þessu máli. Mönnum blöskraði stundum sú aðferð sem oft varð að nota í neyðinni en þá voru sjó hraktir menn sem nýsloppnir voru úr sjávar háskanum í land beðnir að fara aftur í illviðri og máttmyrkur til að leita að bátum sem ekki höfðu skilað sér í landi.

Á þeim fundi var samþykkt að stofna slíkt félag og Björgunarfélag Vestmannaeyja er stofnað og marka má upphaf skipulagðrar björgunarstarfa á íslandi. Bráðabirgðastjórn var kosin til þess að halda áfram hlutafjársöfnun og undirbúa aðrar framkvæmdir í málinu. Í Bráðabirgðastjórnina voru kosnir þeirr Karl Einarsson Sýslumaður  sem formaður, Jóhann Þ. Jósefsson Kaupmaður sem skrifari, Árni Filippusson sem gjaldkeri, Gísli Lárussin kaupfélagsstjóri sem meðstjórnandi og Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi líka sem meðstjórnandi.

Eins og undanfarin ár þá hefur Björgunarfélagið séð um flugeldasýninguna á laugardagskvöldinu eða á afmælisdeigi björgunarfélagsins og í ár verður enginn undanrtekning á því og öllu til tjaldað í sýningunni í ár.

Gleðilega Þjóðhátíð kæru eyjamenn og aðrir gestir þjóðhátiðar og megi hún ganga slysalaust fyrir sig!

Saga Björgunarfélags Vestmannaeyja