Aðalfundur 2016


 Í gær var haldin aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja og urðu talsverðar breytingar á stjórn félagsins.

Í gær var haldin aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja og urðu talsverðar breytingar á stjórn félagsins. Adolf Þórsson formaður Björgunarfélagsins til 22 ár ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og tók Arnór Arnórsson við sem formaður. í stjórn var kosið Arnar Ingi Ingimarsson, Eyþór Þórðarson , Sigurður Þ. Jónsson og Sindri Valtýrsson. Varamenn í stjórn eru þeirr Tryggvi Stein Ágústsson og Sigdór Yngvi Kristinsson. Einn skrifaði undir eiðstaf félagsin og er því orðin fullgildir félagi en það var hann Guðmundur Björgvinsson og óskum við honum til hamingju og velfarnaðar í starfi fyrir félagið einnig viljum viið þakka fráfarandi formanni fyrir frábær störf sem hann hefur unnið fyrir félagið síðastliðin 22 árin.