Útkall: F1 Brunaboð frá Herjólfi


 Um klukkan fjögur í dag var Björgunarskipið Þór kallað út en óttast var að kveiknað hefði í Herjólfi.
Um klukkan fjögur í dag var Björgunarskipið Þór kallað út en óttast var að kveiknað hefði í Herjólfi, eftir að reyks varð vart á neðra dekki skipsins. Rýmingaráætlun skipsins var sett af stað en skömmu síðar kom í ljós að gúmmíreimar, sem staðsettar voru í blásara skipsins, höfðu slitnað og átti reykurinn upptök sín þar. Enginn eldur var sjáanlegur og talið er að hættan sé úr sögunni. Aðstoðarbeiðni var því afturkölluð og Herjólfur er á leiðinni aftur til eyja.