Afmæliskaka SL 80 skota

Alvöru afmæliskaka! Rauðar kúlur sem springa í marglit stjörnublóm með gylltum og hvítum pálmum sem falla í átt til jarðar. Frussandi hali með leiftrandi stjörnum fylgir kúlunum áleiðs upp og sér til þess að himininn er allur baðaður ljósi. Hröð taktföst kaka, eins og björgunarmenn í óveðursútkalli.

Fjöldi skota: 80

Lengd: 23 sek.

Kaka ársins 2018

Kveðjum gamla árið og fögnum því nýja með stæl. Rauðar kúlur með gylltan glitrandi hala skjótast upp og springa í hvíta pálma. Því næst gylltir pálmar með rauðum og grænum kúlum og að lokum rauð og græn glitrandi stjörnublóm. Mjög taktföst og frekar hröð kaka sem svíkur engan.

Fjöldi skota: 100

Lengd: 30 sek.

 

Víg Sighvats Sturlusonar 

Samsett kaka sem skýtur ýmist einu skoti í einu eða þyrpingu af skotum. Rauð, græn, blá og gul stjörnublóm með glitrandi hala sem að brakar og brestur í. Silfurlitaðar stjörnur með rauðum kúlum. Ýlur sem synda ískrandi upp himininn og springa í marglitar stjörnur. Rauðar kúlur sem springa í marglit blóm með leiftri og brakandi stjörnuglitri. Gulllitaðir pálmar með frussandi endum sem brakar í.

Fjöldi skota: 108

Lengd: 136 sek

Víg Höskuldar Hvítanesgoða

Samsett, taktföst, litrík kaka sem eykur hraðann eftir því sem á líður. Rauðar stjörnur með brakandi leifturljósi, hvítir pálmar með fjólubláu bliki. Rauðar, grænar og bláar stjörnur. Gulllituð blóm með grænum endum og hvít blóm með rauðum endum. Grænar og rauðar stjörnur með leiftri. Rauðar og fjólubláar stjörnur með leiftri. Gulllitað stjörnuregn með blossum.

Fjöldi skota: 260

Lengd: 120 sek

Víg Þorgils skarða 

Samsett kaka sem skýtur bæði beint upp og í Z. Brakandi hvítt stjörnuglitur með rauðum kúlum. Grænar kúlur sem springa í mörg þúsund litlar hvítar stjörnur með braki og brestum. Rauðar kúlur skjótast upp í Z og springa í hvítt brakandi stjörnuglitur með rauðum kúlum. Fjólubláar kúlur sem springa í frussandi pálma með grænum endum og rauð blóm með brakandi glitri. Endar á rauðum og bláum blómum með ógynni af leiftrandi hvítum stjörnum sem brakar og brestur í.

Fjöldi skota: 144

Lengd: 65 sek.

Víg Brands Kolbeinssonar

Samsett kaka sem skýtur ýmist einu skoti í einu eða þyrpingu af skotum. Gylltir pálmar með rauðum og bláum endum og brakandi stjörnuglitri. Marglitaðar störnur með brakandi glitri. Gylltir pálmar með leiftrandi brakandi stjörnum. Rauðar kúlur sem springa í gyllta pálma með leiftrandi endum. Marglit blóm með leiftri. Frussandi hvítir spíralar æða upp himininn og springa í gyllt stjörnuglitur. Endar á stórum hvítum stjörnublómum.

Fjöldi skota: 292

Lengd: 63 sek

Víg Eyjólfs ofsa

Hvítar glitrandi stjörnur með rauðum, bláum og grænum kúlum. Brakandi hvítt stjörnuglitur. Hvítir pálmar með rauðum endum.

Fjöldi skota: 69

Lengd: 47 sek

Víg Þorvalds Vatnsfirðings

Samsett kaka sem skýtur beint upp með stigmagnandi hraða. Litaðar kúlur sem að skjótast upp og springa í rauð, græn og blá pálmablóm með silfruðu glitrandi leiftri. Rauðar, grænar og bláar stjörnur með gulllituðum brakandi pálmum sem brestur í.

Fjöldi skota: 98

Lengd: 84 sek.

Víg Tuma Sighvatssonar

Ein með öllu. Samsett kaka sem skýtur upp beint, í V (blævæng) og í Z. Marglit glitrandi stjörnublóm. Silfraðir pálmar með rauðum endum og bláu leiftri sem breytist yfir í grænt í miðjunni ásamt silfurlituðum flugum sem brakar í. Silfurlituðum pálmablómum með rauðum og bláum kúlum skotið upp í V ásamt brakandi stjörnuglitri. Gulllitaðir pálmar með bláum, fjólubláum, gulum og grænum kúlum. Endar á silfurlituðum stjörnublómum með grænum og rauðum kúlum sem skotið er upp í Z í sannkallaðri stórskotahríð með braki og brestum.

Fjöldi skota: 240

Lengd: 194 sek

Víg Björns Þorvaldssonar

Samsett kaka sem að skýtur ýmist upp þyrpingum af kúlum eða einni kúlu í einu. Glitrandi stjörnublóm með rauðum og bláum kúlum. Silfraðir pálmar sem falla í átt til jarðar með rauðum, fjólubláum, bláum og grænum endum. Silfraðir pálmar með grænum og bláum kúlum. Gulllitaðir sindrandi pálmar með bláum, grænum, fljólubláum og gulum neistum sem enda með braki og brestum.

Fjöldi skota: 122

Lengd: 85 sek

Víg Kolbeins Tumasonar

Samsett kaka sem skýtur ýmist upp einni kúlu í einu eða þyrpingum af kúlum. Blóm með rauðum, grænum, fjólubláum og bláum endum og silfurlituðu tindrandi leiftri. Gulllitaðir pálmar með gneistandi braki. Gulllitaðir pálmar með bláum og grænum kúlum. Silfurlitaðir pálmar sem falla í átt til jarðar með rauðum, grænum, bláum og gulum kúlum. Endar á stórum stjörnu blómum með rauðum og grænum kúlum með tindrandi leiftri.

Fjöldi skota: 122

Lengd: 84 sek

Víg Hjörleifs Hróðmarssonar

Samsett kaka sem skýtur ýmist upp þyrpingum af kúlum eða einni kúlu í einu. Silfurlitað brakandi stjörnuregn með gulum, bláum, grænum og rauðum kúlum. Blóm með gulum, bláum, grænum og rauðum endum. Silfraðir pálmar með brakandi stjörnuglitri. Rauð og græn blóm með brakandi leiftri. Fjólublá, rauð, græn og blá blóm með silfruðum pálmum. Eykur hraðann í lokinn og endar á silfurlituðum pálmum. Sannkölluð flugeldasýning.

Fjöldi skota: 292

Lengd: 128 sek

Víg Snorra Sturlusonar

Samsett kaka sem skýtur upp þyrpingu af 10 kúlum í einu með gulllituðum hala. Kúlurnar springa í rauðar, grænar og gular stjörnur með brakandi leiftri.

Fjöldi skota: 100

Lengd: 52 sek

Víg Hrafns Sveinbjarnarsonar

Samsett kaka sem skýtur upp þyrpingum af kúlum sem að springa út í mismunandi settum. Þétt, hröð kaka sem að inniheldur rauð, græn og blá blóm, gull- og silfurlitaða pálma og brakandi silfurstjörnur. Kveðjum gamla árið og fögnum því nýja með stæl.

Fjöldi skota: 100

Lengd: 45 sek

Neyðarlínan 112

Samsett þétt kaka sem að skýtur einni kúlu í einu þar til í endann. Bláar og hvítar brakandi flugur með glitri. Gular kúlur sem springa í rauð blóm og silfrað brakandi stjörnuregn. Bláar og rauðar glitrandi stjörnur og gular kúlur sem að springa í gullitaða pálma með silfurlituðum endum. Endar með silfurlituðu brakandi stjörnuglitri. Þú getur reitt þig á þessa.

Fjöldi skota: 112

Lengd: 129 sek.