Björgunarskipið Þór
Var smíðaður 1899, í Noth-Shields á Englandi sem togari handa dansk-íslenskri verslunar- og fiskveiðafélagi er hafði bækistöðvar sínar á patreksfirði. Útgerðin gekk erfitt og var hann seldur danska landbúnaðarráðuneytinu, er notaði hann fyrir hafrannsók- narskið. Var hann þá víða í förum, var hér við land 1903-1905 og 1908-1909, og því ekki óreyn- dur hér er hann var keyptur.
Á tímum fyrri heimsstyrjöldinni var hann notaður sem varðskip í Danmörku.
Var síðan seldur Björgunarfélagi Vestmannaeyja haustið 1919, og var nafni hans snúið á íslensku, en skipið hafði borið nafnið “Thor” en því var breytt í “þór”. Kaupverð skipsins var 150 þúsund krónur, og átti að greiðast við móttökur. En ekki var það allur kostnaðurinn, því að gera þurfti við skipið, kaupa ljóskastara og loftskeytatæki og annað er þurfti til útgerðarinnar, áður en skipið tæki til starfa en það kostaði 75 þúsund krónur.
Skipið lagði af stað frá kaupmannahöfn 13. mars 1920, og hreppti slæmt veður á leiðinni, en kom heilu og höldnu til Vestman- naeyja kl 5 síðdeigis 26 mars 1920. Þegar skipið kom heim til Vestmannaeyja var kostnaðurinn við kaupinn um 270 þúsund krónur.
Þór var síðan gerður út á kostnað Björgunarfélagsin með styrk úr ríkisjóð og bæjarsjóð, þangað til ríkið keypti hann og tók við reksti honum 1 Júlí 1926. Allar vetrarvertíðir á því tímabili var hann á miðunum við Vestmannaeyjar við björgunarstarf- semi, strandgæslu, og eftirlit með veiðafærum og fyrir landhelgisbrjóta reyndist hann hinn óþarfasti en fyrir ríkisjóð aflasæll. Fallbyssa var setta á þór árið 1924 í Reykjavík og varð mikið skæðari efir það.
Heppni vildi að nánast enginn slys eða óhöpp hentu hann, eitt óhapp henti hann þó, það var þegar hann slitnaði frá bryggju í Reykjavík þann 14 Janúar 1923 í miklu ofviðr og rak austur í Laugarnestanga. Einn maður var um borð í honum og réð hann ekkert við skip- ið svo það rak upp í fjöru og standaði manninn sakaði ekki en menn héldu fyrst að skipið væri ónýtt eftir strandið en svo reyndist ekki og var gert við það.
Síðustu þrjú árin var Þór notaður fyrir fiskirannsókna öðruhvoru og síðasta sumarið einnig við dýptarmælingar á Húnaflóa. Eitt af afrekum hans var á síðustu vertíðinni hans við Vestmannaeyjar þegar hann bjargaði 4 mönnum af smábát sem var á leiðinni út í farþegaskip fyrir utan Eiðið er hann hvoldi í hvirfilvindi. Þór var þá nærstaddur og skaut út báti í skyndi og bjargaði mönnunum öllum á síðustu stundu frá bráðum banna. Friðrik Ólafsson var þá skipherra á þór en þeirr voru tveir. Jóhann P. Jónsson var fyrsti skipherra Þórs og stýrði hann skipinu hingað til lands 1920 og var skipherra Þórs fram til ársins 1926 þegar hann var kvaddur til danmerkur til að hafa umsjón með varðskipinu “Óðinn” sem var verið að smíða á þeim tíma og tók síðan við honum er hann var fullsmíðaður. Síðan tók Friðrik Ólafsson við sem skipherra á Þór og stýrði hann því þar til haustið 1929 að hann fór til útlanda að kynna sér sjómælinga.
Í síðasta ferð “Þórs” var hann sendur með tvo menn úr kirkjumálanefnd þá Runólf Á Kornsá og séra Jón Guðnason norður á Húnaflóa. Fór þór með Runólf til Blöndósar og svo var ferðinni síðan heittið vestur að Prestabakka með Séra Jón, skall þá á óveður í flóanum og hætti skipstjórinn við að flytja Séra Jón á Prestabakka og ætlaði aftur í land við Blöndósi þar til veðrið myndi lægja en ekki náði hann þanngað þar sem hann strandaði á Sölvabakkaskerjum 21 desember 1929. Menn björguðust með naumindum, fyrir ötula framgön- gu manna í land, en skipið var ónýtt. Þá var “Þór” þríttugur að aldri en hann strandaði rösklega 10 árum eftir að hann var keyptur til landsins.
Skipherrar Þórs:
|
 |
Friðrik V. Ólafsson
Skipherra Þórs frá 1926 til 1929
|
Jóhann P. Jónsson
Skipherra Þórs frá 1920 til 1926
|
Áhöfn Þórs:
Aftasta röð frá vinstri:
Sigurður Bogason háseti, Þórður Magnússon háseti, Þórarinn Björnsson bátsmaður, Þorvarður Gíslason háseti, Magnús, háseti.
Miðröð frá vinstri:
Jón Jónsson léttadrengur, Helgi kyndari, Páll Guðbjartsson kyndari, Edvard Friðriksen bryti, Skúli Magnússon, loftskeytamaður.
Fremsta röð frá vinstri:
Jón annar vélstjóri, Guðbjartur Guðbjartsson yfir vélstjóri, Jóhann P. Jónsson skipherra, Friðrik V. Ólafsson fyrsti stýrimaður, Einar M. Einarsson annar stýrimaður, Lundquist „kanoner“ (Hann kenndi að nota fallbyssuna).
Veðurskeyti:
Um margra ára bil stóð Björgunarfélag Vestmannaeyja fyrir því að veðurskeyti væru fest upp á nokkrum stöðum hér í bænum. Voru fengnir til þessa starfa þeir Jón Magnússon sem sá um að birta næturskeytin og Þorlákur Sveinsson er sá um birtingu dagsskeyta. Svohljóðandi fréttatilkynning birtist í blöðum í Vestmannaeyjum hinn 12. febrúar 1927:
" Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja afréð í haust, að félagið kostaði birtingu veðurskeyta tvisvar á sólarhring og auglýsti þau á hagkvæmum stað öllum almenningi, einkum sjómönnum, til ókeypis afnota og hagræðis. Sömuleiðis loftþyngdarrita og stormskeytatilkynningu."
Formaður Björgunarfélagsins Sigurður Sigurðsson lyfsali, undirritar þessa tilkynningu og segir í lok hennar að hann vilji vekja athygli góðra manna í öðrum veiðistöðvum á þessari ráðstöfun og biður blöð slíkra veiðistöðva að flytja þessa tilkynningu.
Björgunarbáturinn Herjólfur:
Árið 1930 lét Slysavarnafélagið Bjögunarfélaginu í té björgunarbát sem það fékk frá Danmörku. Bátnum, sem hlaut nafnið Herjólfur, var komið fyrir á Eiðinu. Slysavarnafélagið veitti styrk til þess að þar yrði komið upp skýli fyrir bátinn. Árið 1935 var skipt um björgunarbát, en sá gamli hafði reyndist of stór og erfiður í setningu, og kostaði félagið að nokkru smíði nýja bátsins. Voru reyndar smíðaðir tveir bátar og voru þeir staðsettir í húsum á Eiðinu og á Skansinum. Var það Runólfur Jóhannsson skipasmiður sem smíðaði bátana og er hægt að skoða handverk Runólfs en þann dag í dag, því Björgunarfélagið færði Byggðasafni Vestmannaeyja annan bátinn að gjöf fyrir nokkrum árum og er hann þar til sýnis.
Miðhúsalaugin:
Árið 1932 hóf Björgunarfélagið undirbúning á byggingu á sundlaug með upphituðum sjó til að kenna sjómönnum að synda en félagið treysti sér ekki til að standa fyrir framkvæmdum eitt og sér. Sumarið 1933 lagði fjárhagsnefnd til að bæjarsjóður tæki að sér að sjá um framkvæmdir. Var það samþykkt. Ásamt Björgunarfélaginu studdu íþróttafélögin í Vestmannaeyjum framkvæmdir, en skorti fé til, hafist var samt við að byggja sundlaugina sem Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfræðingur (faðir Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Ísland), teiknaði. Árið 1934 samþykkti ríkisstjóður að styðja við sundlaugarbygginguna með fjárframlagi sem næmi allt að helmingi, en þó ekki meira en 12 þúsund krónur. Fjárhagsáætlun hljóðaði hins vegar upp á 35 þúsund krónur. Laugin var síðan opnuð 14. nóvember 1934 með sjómannanámskeiði. Almenningur gat hins vegar nýtt sér sundlaugina sumarið á eftir. Miðhúsalaug var steinsteypt, 20 x 12 metrar að stærð. Dýpt laugarinnar var einn metri að norðan og tveir að sunnan. Klefar við laugina voru fimm talsins. Sjórinn í lauginni var hitaður upp í 22-28 gráður, allt eftir veðurfari.Um miðja öldina var það sameiginlegt baráttumál Björgunarfélagsins og Slysavarnafélags Íslands að kynna gúmmíbjörgunarbáta sem björgunartæki um borð í bátum og berjast fyrir notkun þeirra, en slíkir bátar voru lögleiddir árið 1957.
Tilkynningarskyldu íslenskra skipa:
Um þetta leyti var þeirri venju komið á að landróðrabátar í Vestmannaeyjum tilkynntu loftskeytastöðinni þar hvenær þeir væru búnir að draga og hvenær þeirra væri von til lands. Til þess að bátar gætu alltaf tilkynnt sig kostaði Björgunarfélagið stöðu næturvarðar um árabil við loftskeytastöðina. Þetta var á sinn hátt undanfari Tilkynningaskyldu íslenskra skipa sem Slysavarnafélag Íslands rak frá 1968 þar til landhelgisgæslan tók við henni
Önnur störf:
Björgunarfélagið stóð fyrir því að settir yrðu upp kastarar til að lýsa upp Leiðina (innsiglinguna), þegar slokknaði á leiðarvitum á hafnargörðunum eins og oft gerðist í vondum veðrum, og innsiglinginn varð stórhættuleg.
Veturinn 1935 stóð Björgunarfélagið fyrir því að lagður var símastrengur inn á Eiði allt að bátaskýli félagsins og var um langt árabil staðsetur sími í sérstökum kassa utan á skýlinu.
Í fundargerð stjórn Björgunarfélag Vestmannaeyja sem haldin var miðvikudaginn 26. Febrúar 1944 kemur fram að félagið sá ástæðu til þess að fara þess á leit við Skipaútgerð Ríkisins sem sá um rekstur á eftirlitsskipum ( varðskipum ) Íslands, að látið verði sérstakt móttökutæki í brú eftirlitsskipsins, eða á annan stað þar sem vakt er stöðug, og sé tækið stillt á bylgjulengd talstöðva mótorbátanna til þess að tryggja samband milli þeirra, Loftskeytastöðvarinnar og eftirlitsskipsins.
Einnig beindi stjórn félagsins þeim tilmælum til viðeigandi aðila að það yrði sett sem eitt skilyrði fyrir fullnaðarprófi vélstjóra og formanna á vélbátum, verði nægileg kunnátta í meðferð á taltækjum báta.
Það vekur eftirtek við lestur á fundargerðum stjórnar Björgunarfélagsins, að þrátt fyrir samning þann sem gerður var á milli ríkissjóðs annarsvegar og Björgunarfélagsins hinsvegar þegar Björgunarfélagið afhenti ríkissjóði Þór til eignar með þeim kvöðum að alltaf skildi vera eftirlitsskip við Vestmannaeyjar yfir vetrarvertíð Eyjabátum að kostnaðarlausu, þurfti stjórn félagsins að kalla eftir skipi á hverju ári og hvað svo rammt að þessu að 1944 sá stjórn félagsins sig tilknúna að senda Skipaútgerð Ríkisins afrit af samningnum til ítrekunar.
Með betri höfn komu stærri og fleiri skip en áður til Vestmannaeyja, hafnarbáturinn Léttir var nú orðinn alt of lítill og fór umræðan að snúast um stærri og betri hafnar- og björgunarbát. Í janúar 1952 ritaði Jón Í. Sigurðsson hafnsögumaður og stjórnarmaður í Björgunarfélaginu grein þar sem hann færir rök að því að höfnin yrði að eignast fullkominn hafnar- og björgunarbát. Verulegur skriður komst þó ekki á málið fyrr en 1955.
Það var svo í september 1958 að lögð var fram teikning Hjálmars R. Bárðarsonar siglingamálastjóra. Þetta ár var einnig gerður Sameignar og rekstrarsamningur við Björgunarfélag Vestmannaeyja. Í 6. gr. segir að allur kostnaður bátsins skuli greiddur úr hafnarsjóði Vestmannaeyja. Í 7. gr. segir að óheimilt skuli vera að leyfa einstaklingum rekstur á bátnum í þágu hafnarinnar eða við björgunarstörf. Í 9. gr." Björgunarfélag Vestmannaeyja skal hafa ótakmarkaðan umráðarétt yfir bátnum til björgunarstarfa við og í Vestmannaeyjahöfn."
Árið 1977 eignaðist Björgunarfélag Vestmannaeyja sínar fyrstu talstöðvar. Voru þetta 6 cb handstöðvar af MAYOR gerð ásamt einni móðurstöð. Stjórn félagsins tók þá ákvörðun að gefa meðlimum björgunarsveitar félagsins kost á því að eignast hlut í stöðvunum að 2/3, og hefðu þeir félagsmenn sem ættu hluti í stöðvunum þær til einkaafnota á milli þess sem félagið þyrfti þeirra með.
1982 eignaðist Björgunarfélag Vestmannaeyja síðan sína fyrstu bifreið, var hún af gerðinni Cehevrolet Suberban og tók 8 farþega auk ökumanns. Slysavarnadeildin Eykyndill gaf fullkomnar sjúkrabörur í bifreiðina, ásamt því að færa félaginu að gjöf fjórar handtalstöðvar á VHF-tíðni af Telefunken gerð.
Fyrsta bifreið Björgunarfélags Vestmannaeyja Cehevrolet Suberban árgerð 1982