Reglur um nýliðaþjálfun:
 1. Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 16 ára á því ári sem þeir sækja um inngöngu.
 2. Nýliðar eru bundnir þagnarskyldu og skulu virða hana, jafnvel þó þeir láti af störfum fyrir félagið.
 3. Nýliðar skulu hvorki nota né meðhöndla ólögleg fíkniefni.
 4. Reynslutími er a.m.k. 18 mánuðir, óháð aldri, áður en viðkomandi getur orðið fullgildur félagi. Hafi einstaklingur starfað með annari björgunarsveit getur stjórn veitt undanþágu frá þessu. Viðkomandi skal þá vera a.m.k 6 mánuði til reynslu áður en hann getur orðið fullgildur félagi.
 5. Ástundun nýliða á undirbúningstímabilinu skal vera a.m.k. 80% til að standast þjálfunina. Þeir skulu einnig stunda almennt starf félagsins eins og kostur er.
 6. Nýliðar taka ekki þátt í útköllum og öðrum björgunarstörfum.
 7. Nýliðar skulu klára öll grunnnámskeið áður en þeir geta orðið fullgildir félagar. Leitast skal við að nýliðar kynnist sem flestum hliðum starfseminnar og séu þannig í stakk búnir að takast á við sem flest verkefni, óháð kyni og aldri.
 8. Nýliðar hafa ekki rétt á að fá afhenta lykla að húsnæði félagsins án leyfis stjórnar félagsins og nýliðaþjálfara. Slíkt leyfi er þó ekki veitt nema eftir 12 mánaða reynslutíma.
 9. Nýliðar geta sótt um, til stjórnar, að fá að kaupa einkennisfatnað eftir 12 mánaða reynslutíma. Hætti nýliði starfi áður en hann skrifar undir eiðstaf er honum skylt að selja félaginu einkennisfatnaðinn, óski stjórn þess.
 10. Þeir einir geta orðið fullgildir félagar sem hlotið hafa samþykki stjórnar og umsjónarmanna nýliðaþjálfunar og eru að þeirra mati hæfir til að undirrita eiðstaf félagsins.
 11. Stjórn er heimilt að veita undanþágu frá þessum reglum í einstaka tilfellum.