Aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja og Bátasjóðs Vestmannaeyja var haldin


Í gær var haldin aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja og Bátasjóðs Vestmannaeyja. Í upphafi fundar var skrifað undir styrktarsamning milli Vestmannaeyjabæjar og Björgunarfélags Vestmannaeyja vegna smíði nýs Björgunarskips

Í gær var haldin aðalfundur Björgunarfélags Vestmannaeyja og Bátasjóðs Vestmannaeyja. Í upphafi fundar var skrifað undir styrktarsamning milli Vestmannaeyjabæjar og Björgunarfélags Vestmannaeyja vegna smíði nýs Björgunarskips. Viljum við þakka bæjarstjórn kærlega fyrir þennan stuðning, enda mikilvægt fyrir félagsmenn að fá viðurkenningu á góðu starfi.
Söfnun stendur enn yfir fyrir bátakaupunum og geta þau sem vilja leggja málefninu lið haft samband við okkur, einnig eru upplýsingar inni á 1918.is hvernig hægt er að styrkja okkur.
Síðasta ár hefur verið töluvert að gera hjá okkur eða um 25 útköll og verkefni. Stæðst eru þar fjöldi óveðurs og ófærðarverkefna. Ásamt því fórum við í leit að týndum einstakling bæði hér og á fastalandinu. Tókum þátt í leitinni að flugvélinni sem fannst svo í Þingvallarvatni, fórum í eld í Álsey og aðstoðuðum við sjúkraflutning vegna slasaðs einstaklings þar sem sjúkrabíllinn komst ekki að, svo eitthvað sé nefnt.
Ný stjórn var kjörin á fundinum í gær.
Formaður er Arnór Arnórsson
Stjórn skipar svo
Arnar Ingi Ingimarsson
Bragi Magnússon
Eyþór Þórðarson
Reynir Valtýsson
Sigurður Þ. Jónsson
Sindri Valtýsson
Sara Dís Hafþórsdóttir lét af störfum í stjórn og þökkum við henni kærlega fyrir hennar störf.