Göngurall:
Frá árinu 1980 hefur farið fram göngukeppni hjá Hjálparsveit skáta Vestmannaeyjum, eftir að sveitin sameinaðist Björgunarfélagi Vestmannaeyja hefur þessari keppni verið haldið áfram. Í keppni þessari er keppt um bikar sem Daði Garðarsson félagi í HSV gaf, hann er einnig upphafsmaður keppninnar. Markmið keppninnar er að auka gönguþol félagsmanna ásamt því að keppt er við tímann. Sjá reglur, kort og tíma göngugarpa.
 
Reglur og kort fyrir göngurall
  • Allir keppendur eiga að vera merktir Björgunarfélagi vestmannaeyja. Frjálst val á skóm og fatnaði.
  • Allir sem eiga rétt á þátttöku eru félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja og nýliðar sem eru í nýliðaþjálfun.
  • Karlar eiga að vera með 10 kg. Og kvenmenn með 6 kg. Hlífðarföt, vatnsbrúsi, súkkulaði og fleira vigtist ekki með.
  • Vigta skal pokanna fyrir og eftir keppni.
  • Eina hjálpartækið er göngustafur.
  • Keppendur þurfa að koma við kennileitin.
Leið 1: Stóri hringur
Gengið er upp á Blátind (upp á fyrsta hól þegar komið er upp á hrygg) síðan á klif (að skúrnum) svo út á Skans (hjá vatnstankinum) síðan upp á Eldfell (upp að blikkljósi) þaðan upp á Helgafell (þar sem leiðarvísirinn er) svo á Sæfjall (fyrsta mastrið) og að síðustu niður í skátaheimili. Á leiðinni á Sæfjall skal ganga fyrir endann á flugbrautinni (austast) en frá Sæfjalli verður póstur við flugbraut sem veitir leyfi til að ganga yfir brautina.
 
 
Leið 2: Litli hringur
Gengið út á Skans (hjá vatnstankinum) síðan upp á Eldfell (upp að blikkljósi) þaðan upp á Helgafell (þar sem leiðarvísirinn er) svo á Sæfjall (fyrsta mastrið) og að síðustu niður í skátaheimili. Á leiðinni á Sæfjall skal ganga fyrir endann á flugbrautinni (austast) en frá Sæfjalli verður póstur við flugbraut sem veitir leyfi til að ganga yfir brautina. Verðlaun skulu veitt fyrir 3 fyrstu sætin í hverjum flokki og er það í höndum stjórnar, hver þau eru hverju sinni.