Þjálfunin:
Björgunarmaður 1 er grunnnám björgunarsveitafólk og samanstendur af 9 stökum námskeiðum sem haldin eru að hluta eða öllu leyti í fjarnámi eða eftir beiðni sveita eingöngu í staðnámi. Um er að ræða námskeið sem miða að því að gefa björgunarsveitafólki grunn til að verða sjálfbjarga í þeim aðstæðum sem þeir geta lennt í í starfi fyrir sveitina. Öll námskeið í björgunarmanni 1 ertu skylda að klára ásamt því að hafa lokið fyrstu hjálp 2 fyrir fullgildingu.
Námskeið sem falla undir Björgunarmann 1 eru:
- Ferðamennska: Grunnatriði ferðamennsku. Ferðahegðun, fatnaður, einangrun, útbúnaður. Markmiðið er að kenna björgunarfólki hvernig á að búa sig til útivistar. Námskeiðið eru 6 klukkustundir í kennslu.
- Rötun: Grunnatriði rötunar. Notkun áttavita, korts og GPS staðsetningartækja. Staðsetningar, stefnur, mælikvarðar og svo framvegis. Markmiðið er að gera björgunarfólk sjálfbjarga í rötun. Námskeiðið eru 12 klukkustundir í kennslu.
- Fyrsta hjálp 1: Fyrstu hjálp 1 er ætlað að gera björgunarsveitafólk fært um að sinna slösuðu fólki til fjalla og fjarri læknishjálp. Meðal umfjöllunarefna eru beinbrot, blæðingar, innvortis áverkar, höfuðáverkar og margt fleira. Námskeiðið eru 20 klukkustundir í kennslu.
- Fjallamennska 1: Á Fjallamennsku 1 eru kennd grunnatriði í ferðalagi um fjalllendi að vetri til. Æfð er ganga á mannbroddum, notkun ísaxar og ísaxarbremsa, línumeðferð, sig og létt klifur svo að það helsta sé nefnt. Námskeiðið eru 20 klukkustundir í kennslu.
- Fjarskipti 1: Grunnatriði í notkun fjarskiptatækja við björgunarstörf. Hvaða tæki eru í notkun og hvernig eru þau notuð? Námskeiðið eru 3 klukkustundir í kennslu.
- Leitartækni : Fjallað er um leit að týndu fólki, aðferðir og búnað. Verklegar æfingar og fyrirlestrar. Leitaraðferðir, upplýsingaflæði, sporrakningar, hópstjórnun, stjórnkerfi og margt fleira. Námskeiðið eru 16 klukkustundir í kennslu.
- Björgunarmaðurinn við sjó og vötn: Grunnatriði í í umgengni og öryggismálum við ár og vötn. Markmiðið er að gera björgunarsvetiafólk meðvitað um þær hættur sem felast í því að starfa við sjó, straum- og stöðuvötn. Námskeiðið eru 3 klukkustundir í kennslu.
- Snjóflóð 1: Allt björgunarsveitafólk getur lent í snjóflóðaleit og námskeiðið miðar að því að kenna leit í snjóflóðum og grunnatriði í mati á snjóflóðahættu. Námskeiðið eru 12 klukkustundir í kennslu.
- Björgunarmaðurinn í aðgerðum: Námskeiðinu „Björgunarmaðurinn í aðgerðum" er ætlað að skýra fyrir nýjum félögum björgunarsveita innviði björgunargeirans og hvaða merkingu það hefur að vera í björgunarsveit. Ábyrgð, staða, réttindi og skyldur. Námskeiðið eru 3 klukkustundir í kennslu.