Hálendisgæsla


Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni, láti stjórnarmenn BV vita tímalega.
 
 

Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir umsóknum frá björgunarsveitum félagsins vegna þátttöku í verkefninu Björgunarsveitir á hálendinu. Stefnt er að keyra verkefnið frá 26. júní til 9. ágúst. Eins og áður þarf hver sveit að taka að sér eina viku í það minnsta. Sami háttur verður á hafður á svæðaskiptingu og áður; Kjölur, Sprengisandur, Fjallabak og Norðan Vatnajökuls. Vaktirnar verða frá föstudegi til föstudags. Gerð er sú krafa að þrír einstaklingar frá björgunarsveit séu á vaktinni hverju sinni, einnig a.m.k. einn skal hafa lokið námskeiðinu Fyrstuhjálp 2. Það skal líka áréttað að ætlast er til þess að sveitir hitti þá sveit sem þær taka við af. Upphæð greiðslu til sveita fyrir verkefnið og fyrirkomulag þess, mun taka mið af því fjármagni sem næst að afla til þess en þeirri vinnu er ekki lokið. Eins eru sveitir beðnar að taka það fram hvort þær sækist eftir greiðslu eða ekki.

 
 

 

 
 

Vegna þess hve margar sveitir stóðu ekki við skráningar í fyrra eru sveitir ekki bókaðar nema að  umsókninni fylgi listi yfir þá aðila sem ætla að sinna verkefninu fyrir hönd sveitarinnar.

 
 

 


 

Umsóknarfrestur er til 1. maí.