Vettvangsstjóranámskeið.


Ef það er áhugi fyrir þessu námskeiði þá vinnsamlegast hafið þá samband við
Adda þórs í síma 8966815.
Vettvangsstjórnarnámskeið

Björgunarskólinn á ásamt öðrum að baki áralangt gott samstarf við Almannavarnadeil ríkislögreglustjóra og Lögregluskólann í um námskeið í vettvangsstjórn. Markmið námskeiðsins er að kynna það almannavarnarskipulag sem notað er hér á landi og þjálfa viðbragðsaðila í að nota það á vettvangi þar sem reynir á stjórnun alvarlegra og umfangsmikilla atburða. Námskeiðið sitja, auk lögreglumanna, starfsmenn slökkvi- og sjúkraliðs, stjórnendur björgunarsveita, svæðisstjórnarfólk o.fl. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 25 og þar af á lögreglan frátekin 15 sæti, Brunamálaskólinn 5 sæti og Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar 5 sæti. Greiða þarf þátttökugjald, kr. 6000- fyrir hvern þátttakanda en það er til að standa straum af kostnaði við veitingar (hádegisverð) sem nemendur fá á námskeiðinu. Námskeiðið verður haldið dagana 25. – 29. maí – (hefst kl. 10:00 á þriðjudegi og lýkur með verklegri æfingu síðdegis á laugardegi.) Umsóknarfrestur er til 22. febrúar.