Smábátaskipanám "12 metra réttindi"


Viljum við hvetja félagsfólk að fara á þetta námskeið, einnig er hægt að sækja um niðurgreiðslu til félagsinns.
Til stendur að bjóða uppá smábátanámskeið sem gefur réttindi á 12 metra skip/báta.  Námið er u.þ.b 110 kennslustundir og verður kennt síðdegis og nokkra laugardaga í febrúar og fram í mars EF NÆG ÞÁTTTAKA NÆST.  Ekki er unnt að fara af stað með námið nema nátttakendur séu 10 eða fleiri.
Um er að ræða réttindanámskeið sem haldið er í samvinnu við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum.  Námið er kennt eftir núgildandi námskrá.
Námskeiðið kostar 75.000 sem er sama verð og var á "pungaprófinu" sem kennt var árið 2007.  Minnt er á niðurgreiðslu stéttarfélaga.
Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við starfsfólk Visku í síma 481-1950 og 481-1111 eða á netfangið viska@eyjar.is