Eldgos hafið í Eyjafjallajökli


Eldgos er hafið í Eyjafjallajökli.  Öskufall er staðfest í Fljótshlíðinni.  Almannavarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna eldgossins og áætlun vegna eldgoss í Eyjafjallajökli hefur verið virkjuð.  Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð er virkjuð  og áhöfn er að hefja störf:    Verið er að boða viðbragðsaðila á vettvang og náið er fylgst með framvindu. Aðgerðastjórn umdæmis er komin saman á Hellu og rýming er hafin í Fljótshlíð.