Peysudagur Sl 11.mai.


Nú mætum við öll í rauðu peysunum okkar í vinnu og skóla þriðjudaginn 11. mai.


Sú hugmynd kom frá Hilmari Snorrasyni, skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna, að halda árlegan "Peysudag" félagsins. Ætlunin er sú að þann dag skrýðist félagsfólk merktum fatnaði (t.d. rauðu flíspeysunum) við sín daglegu störf. Þannig má gera félagið og meðlimi þess sýnilega víða um þjóðfélagið. Á síðasta ári tókst mjög vel til og víða mátti sjá félagsfólk í peysum sínum.

11. maí þykir heppilegur "Peysudagur" þar sem hann hefur sterka skírskotun í sögu félagsins en hann var áður svokallaður lokadagur

Í bókinni Mannslíf í húfi eftir Einar S. Arnalds segir m.a.:

"Víða um landið var lokadagurinn valinn til merkjasölu fyrir félagið, árið 1955 voru um 100 deildum send merki til sölu þennan dag; 11. maí varð í rauninni fastur fjáröflunardagur félagsins. Þá stóðu kvennadeildirnar fyrir kaffisölu og síðar fór fram sala á happdrættismiðum félagsins á þessum degi."

Sýnum samstöðu og tökum öll þátt!