Öskufall og viðbrögð við öskufalli.


Grímur  er til afhendingar á lögreglustöðinni, viljum við benda fólki á að hægt er að nota þessar grímur í þó nokkur skifti áður en þær skemmast.
 
Einnig viljum við benda ökumönnum að stilla hraða ökutækja í hóf, þannig að rykmeingun  sé í lámarki
 
Síðan eru nokkrar einfaldar leibeiningar sem voru teknar af vef Almannavarna. ( almannavarnir.is) .
Hvað er til ráða ef aska fellur?
• Haldið ró ykkar.
• Haldið ykkur sem mest innandyra.
• Leitið í skjól ef þið eruð stödd utandyra
• Setjið grímu, vasaklút eða fatnað fyrir nef og munn, og augnhlífar fyrir augu
ef verið er úti í öskuregni.
• Farið heim úr vinnu ef viðvörun um yfirvofandi öskufall er gefin út.
• Haldið kyrru fyrir innandyra ef öskufall hefst meðan þið eruð í vinnu og
þangað til því lýkur.
• Notið ekki síma nema í neyðartillfellum.
• Hlustið eftir upplýsingum í útvarpi um eldgosið og hreinsunaráætlanir.
• Ekki vera með augnlinsur þar sem þær geta valdið ertingu.
• Öskumengað vatn verður yfirleitt bragðvont áður en það verður
heilsuspillandi.
• Það er óhætt að borða grænmeti úr garðinum en fyrst þarf að skola það.

Hvaða varúðarráðstafanir skal gera
áður en hreinsunarstarfið hefst?
Þeir sem sjá um hreinsun ættu alltaf að vera með rykgrímur.
Ef askan er fíngerð, gangið þá með hlífðargleraugu eða gleraugu í stað augnlinsa til
að hlífa augunum við ertingu. Bleytið lítillega í öskunni áður en henni er mokað burt.
Gætið þess að bleyta ekki um of í ösku á þökum Það getur valdið því að þökin gefi
eftir undan þunganum.
Forðist að sópa burt þurri ösku vegna kófsins sem af því hlýst. Sýnið sérstaka aðgát í
stigum og á þökum. Aska gerir alla fleti mun hálli og margir hafa látist við fall ofan af
þökum við að hreinsa burt ösku. Verið meðvituð um hið aukna álag sem fylgir því að
standa á þaki sem þegar er ofhlaðið og stígið varlega niður.
Ákjósanlegt er að láta ekki marga sentimetra af ösku safnast á þök áður en tekið er til
við að hreinsa af þeim. Notið öryggisólar við hreinsun á þökum þar sem þeim verður
komið við.
 
GERIÐ EFTIRFARANDI:
• Setjið upp grímu sem mælt er með áður en hafist er handa við hreinsun.
Ef þið eigið ekki grímu notið þá klút sem má bleyta.
• Notið augnhlífar (t.d. hlífðargleraugu) við hreinsun í þurrviðri.
• Bleytið fyrst í öskunni með úðara. Það dregur úr því að vindur komi
öskunni á hreyfingu á ný.
• Notið skóflur til að fjarlægja megnið af þykku öskulagi (meira en u.þ.b. 1
cm). Stífa kústa þarf til að fjarlægja minna magn.
• Setjið öskuna í þykka plastpoka, eða á vörubíla ef þeir eru tiltækir.
• Gosaska er hál. Sýnið varúð þegar klifrað er í stigum og á þökum.
• Mjög lítið þarf til að stífla þakrennur og því skal sópa frá þeim ef þær eru
staðsettar undir þakbrún.
• Sláið gras og limgerði aðeins eftir rigningu eða úðun og setjið slegið gras í
poka.