Afmælisæfing Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík


Í tilefni af 60 ára afmæli Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mun sveitin standa fyrir stóræfingu 2. október næstkomandi. Sveitum af öllum landinu er boðin þáttaka og vonumst við til að sem flestar sveitir af landinu öllu sjái sér fært um að taka þátt. Reiknað er með að æfingin hefjist snemma morguns laugardaginn 2. október og standi fram eftir degi. Verkefni verða af öllum toga s.s. almennverkefni, leitarverkefni, bátaverkefni, rústabjörgunarverkefni, fjallabjörgunarverkefni, bílaverkefni og köfunarverkefni auk ýmissa óvæntra verkefna. Að æfingu lokinni býður Flugbjörgunarsveitin í sund og til grillveislu til að fagna afmælinu
Björgunarfélagið ættlar að senda mannskap á æfinguna ef áhugi er til staðar. Þeir sem hafa áhuga á að vera með láti Arnór vita í arnor89@simnet.is eða 8678905.
Kveðja
Arnór Arnórsson