Æfing og útkall


Á laugardaginn, 2 okt síðastliðinn mættu 9 félagar úr Björgunarfélagi Vesmannaeyja á afmælisæfingu FBSR, æfingin hófst kl 6 um morguninn og skipti hópurinn sér í tvennt, annar fór í stutt leitarverkefni en hinn fór í aðeins lengra leitarverkefni. Svo sameinuðust hóparnir og hjálpuðust að í sprunguleit í Heiðmörkinni. Fjórða og seinasta verkefnið fengum við svo um hálf 1 en það var hellabjörgun þar sem síga þurfti niður eftir tveim sjúklingum, og hífa þá upp, annan í börum. Þessu verkefni lukum við um 4 leitið og þá var farið í grill á vegum fbsr og svo í sund í boði þeirra. Öll verkefnin gengu mjög vel enda mjög svo öflugur hópur til staðar. Á sunnudeginum var svo harðbotna bátur félagsins notaður við leit í Hvalfyrðinum.