Æfing í Landeyjarhöfn


 Í dag tók Björgunarfélagið þátt í æfingu í og við landeyjahöfn
Í dag tók Björgunarfélagið þátt í æfingu í og við landeyjahöfn. Æft var meðal annars að ferja fólk á milli báta, ná fólki uppúr sjó og síðan mætti TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunar og tók nokkrar æfingar í hífingum á fólki úr Björgunarbátnum Þór. 
Ásamt Björgunarfélaginu tóku þátt Björgunarsveitin Dagrenning Hvolsvelli, Björgunarfélag Árborgar, Björgunarsveitin Víkverji, Flugbjörgunarsveitin Hellu og Landhelgisgæsla Íslands