Landhlutamót Unglingadelilda
Um helgina fórum við með unglingadeildina okkar UD-Eyjar til Þorlákshafnar á Landshlutamót
Um helgina fórum við með unglingadeildina okkar UD-Eyjar til Þorlákshafnar á Landshlutamót Unglingadeila Landsbjargar. Við mættum á staðinn á laugardagsmorguninn og komum okkur fyrir. Eftir hádegið tóku krakkarnir svo þátt í verkefnum sem voru í boði m.a sigi,kappróðri og siglingum á bátum. Um kvöldið var haldin kvöldvaka, eftir kvöldvökuna þá safnaðist saman fullt af fólki í stóra tjaldið okkar en það átti eftir að verða aðal tjaldið á svæðinu því það byrjaði að rigna hressilega og margir kíktu til okkar, þannig það var dregið fram gítarinn og sungið framá nótt. Alla Laugardagsnóttina ringdi mikið þannig að öll tjöld urðu mjög blaut og sumir náðu ekki að sofna. Allir krakkarnir voru ánægðir og fróðari eftir þessa helgi þrátt fyrir rigninguna og svefnleysið!