Sjö Tindaganga


Í dag fór fram 7 tindagangan til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum
Í dag fór fram 7 tindagangan til styrktar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Við vorum staðsettir við réttina á Heimaklett að aðstoða þáttakendur að og frá stiganum ef á þyrfti að halda. Þegar allir voru komnir heilir niður stukkum við félagarnir upp og kláruðum toppinn í blíðunni. Myndin er tekin við það tilefni.