Útkall: Leit í Sveinsgili


 Sex félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja voru meðal þeirra 200 björgunarmanna
Sex félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja voru meðal þeirra 200 björgunarmanna sem tóku þátt í leit að erlendum ferðamanni sem féll í á í Sveinsgili norðan Torfajökuls. Fórum frá eyjum um miðnætti á Þriðjudaginn á Björgunarbátnum Þór í Landeyjahöfn og vorum sóttir þanngað og skutlað inní Landmannalaugar en þurftum svo að ganga dágóðan spöl til að komast að slysstað. Við mættum á svæðið þegar þyrlan og kafararnir voru að hætta um nóttina. Okkar hlutverk var að stækka holurnar svo kafararnir gætu athafnað sig en það var að mestu leiti gert með keðjusögum,ísöxum og skóflum. Unnum við til rúmlega tvö á Miðvikudeginum en röltum þá niður að veg þar sem beið okkar far niðrí Landmannalaugar aftur. En þá voru þyrlan og kafararnir að mæta aftur. Það voru því þreyttir félagar sem komu heim til eyja í gærkvöldi eftir tæplega 40 tíma vöku.