Landsæfing 2017


 Þá er Landsæfingu Björgunarsveita Landsbjargar 2017 sem haldin var hérna í Vestmannaeyjum um helgina lokið og björgunarsveitirnar farið að halda heim á leið
Þá er Landsæfingu Björgunarsveita Landsbjargar 2017 sem haldin var hérna í Vestmannaeyjum um helgina lokið og björgunarsveitirnar farið að halda heim á leið. Leyst voru alls um 60 verkefni sem voru að ýmsum toga bæði á sjó og landi. Allt frá stutum leitar verkefnum yfir flókinn fjallabjörguanrverkefni. Alls voru um 120 björgunarmenn sem tóku þátt í æfingunni frá 23 björgunarsveitum víðsvegar af landinu ásamt því að 5 manns voru frá færeysku björgunarsamtökunum ein frá holandi og ein frá noregi. Æfinginn endaði á stóri æfingu þar sem hermt var eftir sjóslysi þar sem Farþegaskipið Víkingur var að koma úr útsýnistúr og lagðist full harkalega að bryggju með þeim afleiðingum að þónokkur fjöldi farþega sem var um borð slasaðist illa. Eina leiðin um borð var sjóleiðs og þurfti því mikið samspil land og sjó hópa til að leysa þetta verkefni og koma öllum slösuðum frá borði.
Þökkum við öllum þeim sem komiu að æfingunni á einn eða anna hátt.